Áramótatilboð KUHN og Vélfangs ehf. 2021

Áramótatilboð KUHN og Vélfangs ehf. lítur nú dagsins ljós með breyttum hætti en það verður eingöngu gefið út rafrænt í ár. Tilboðið gildir til 5. janúar 2022 og hvetjum við viðskiptavini til að bregðast hratt við en eins og allir vita gengur mikið á úti í hinum stóra heimi og aðfangakeðjan víða farin úr skorðum. Við höfum þó tryggt okkur framleiðslupláss og ættum að geta annað eftirspurn nú sem fyrr. Þrátt fyrir gríðarlegar verðhækkanir erlendis frá og þær ótrúlegu sögur sem við heyrum þaðan hefur okkur tekist að lækka verðið í flestum tilfellum miðað við árið 2020. Það er þó því að þakka að gengi okkar einstöku íslensku krónu hefur styrkst gagnvart Evru og nær að vega á móti verðhækkunum. Við viljum einnig minna á að öllum vélum fylgja íslenskar leiðbeiningar og tveggja ára ábyrgð er á öllum vélum. Ein er sú vél sem slegið hefur í gegn hjá viðskiptavinum en það er KUHN FBP 3135 rúllusamstæðan, hún er með hinum einstaka plastbindibúnaði og þrívíddarpökkun og hefur reynst frábærlega. Önnur KUHN tæki má finna með því að smella hér.
Í lokin viljum við ítreka og hvetja bændur til að panta sem fyrst svo afhending verði tryggð á réttum tíma. Hægt er að nálgast tilboðið með því að smella hér