Áramótatilboð Vélfangs og KUHN gildir til 5. janúar 2020 – Lengjum til 8. janúar

Þá er komið að útgáfu árlegs Kuhn tilboðs okkar í Vélfangi. Tilboðið kom fyrst út sama ár og Vélfang ehf. var stofnað eða árið 2004. Vegna tafa í prentun kemur tilboðið fyrst út á netinu en verður svo sent á öll lögbýli á landinu. Tilboðið má finna með því að smella hér. Best er að panta sem allra fyrst en tilboðið gildir til 5. Janúar eins og undanfarin 15 ár. Helstu kostir þess að panta sem fyrst eru:

  • 15% afsláttur af hey- og jarðvinnutækjum ef pantað er fyrir 5. Janúar 2020.
  • 5% af sláttur af rúllusamstæðum ef pantað er fyrir 5. Janúar 2020.
  • Vélin verður af árgerð 2020.
  • Kaupandi staðfestir pöntun með tölvupósti eða undirskrift og bindur því ekki lausafé frá rekstri marga mánuði fram í tímann.
  • Kaupandi gengur frá greiðslu við afhendingu og getur því skipulagt vélakaup fram í tímann. Kaupverð miðast við gengi afhendingartíma en hægt er að tryggja gengi hvenær sem er með fyrirframgreiðslu.
  • Verksmiðjuábyrgð gildir til a.m.k. 2022.
  • Kaupandi fær þá vél sem honum hentar en ekki vél sem hefurð orðið útundan í sölu árið áður.

Þá verður að taka fram að allar notendahandbækur frá Kuhn eru á íslensku og á gildistíma tilboðsins eru allir slithlutir s.s. hnífar og tindar boðnir með 20% afslætti.

Með kærri kveðju

Starfsfólk Vélfangs

206 Shares