img_7096-1024

Félag Vinnuvélaeigenda í heimsókn

Hópur frá Félagi Vinnuvélaeigenda heiðraði okkur með nærveru sinni á dögunum. Tilgangurinn var að lifta sér lítillega upp á Laugardegi, skoða fyrirtækið, vörval JCB og þá framúrskarandi aðstöðu sem þjónustuverkstæði Vélfangs býður uppá. Við þökkum þeim félögum fyrir að eiga með okkur skemmtilega stund. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá móttökunni.          

n1529203071_30321695_7335040-1024

Fjöldi notaðra jarðvinnutækja á söluskrá

Vélfang hefur til sölu mikið úrval notaðra jarðvinnutækja. Má þar nefna tæki á borð vð sáðvél, pinnatætara, jarðtætara af ýmsum stærðum, fjaðraherfi, hnífaherfi, plóg og diskaherfi. Þá má og minna á notaðan MOI haugtank, brunndælu ofl. Góð hreyfng undanfarna viku enda vor í lofti víðast hvar. Ennþá er nokkuð til af nýjum jarðvinntuækum á lager. […]

kverneland20pl20100_1-1024

Kverneland jarðtætari

Tegund: Kverneland jarðtætari Undirtegund: PL -100 Vinnslubreidd: 1,0 m Búnaður: Skíði. diskakúppling á drifskafti. 20-40 hp aflþörf. Árgerð: 2010 – 2011 Verð án vsk: 400,000 Staðsetning: Suðurland Athugasemdir: Nánast ónotaður. Hentar í garða, gróðurhús, göngustígagerð og unnirvinnu fyrir trjáplöntun.      

notaC3B020og20nC3BDtt20026-1024

Vorið er komið víst á ný

Sala og afgreiðsla nýrra og notaðra véla er í fullum gangi þessa dagann. Kuhn gámarnir streyma að landi í hverri viku og afhending á jarðvinnutækum og heyvinnuvélum er hafin. Sala á dráttarvélum er stöðug og vöntun á góðum notuðum vélum á skrá. Fjöldi áhugaverðra notaðra tækja kemur í sölu nær daglega. Af tækjum í vorverkin […]

img_6982-1024

Nýr Claas Arion 430 að Haga

Heimilsfólkið í Haga í Gnúpverjahreppi fékk á dögunum afhenta nýja Claas Arion 430 dráttarvél. Snarpur 130 hp traktor búin CIS (Claas information systerm) stýrikerfi fyrir aflauka, sjálfskiptingu ofl sem gerir þessa dráttarvél einstaklega skilvirka og notendavæna. Að auki er Arion 430 vélin í Haga búin CLAAS EHV servoi í sætisarmi. EHV servoinu fylgja tvær viðbótar […]

krampe201

Krampe þriggja öxla sturtuvagn

Tegund: Krampe Týpa: HP 30 Halfpipe Árgerð:  2008 Búnaður: Þriggja öxla með beyjur á fremstu og öftustu hásingu um Scharmuller tengi. Vökvabremsur og loftbremsur. Vökvafjöðrun á öllum hásingum. Hægt að læsa fjöðrun á öftustu þegar sturtað er.  30 tonna skráð burðargeta Verð án vsk. Tilboð óskast Staðsetning: Suðurland Athugasemdir:  Lítið notaður vagn og í algeru […]

jcb20teletruk20009-1024

Afhending á nýjum JCB Teletruck

  Dögun ehf rækjuvinnsla á Sauðárkróki, fékk í gær afhentan nýjan JCB Teletruck lyftara. Týpan er TLT 35D4x4. Fjórhjóladrifinn með skotbómu og fjórhjóladrif, gerir Teletruck að þeirri útfærsla sem sameinar kosti hefðbundins andvægislyftara og skotbómulyftara. Aðgengi, lipurð og vinnuhraði eru þeir eignilekar sem lagðir voru til grundvallar við hönnun á JCB Teletruck línunni. Nánar má […]

Hausttilboð á öllum síum frá CLAAS og FENDT

15% afsláttur af öllum síum frá FENDT og CLAAS   Fram til áramóta mun Vélfang bjóða 15% afslátt af öllum síum frá CLAAS og FENDT. Það er aldrei ítrekað nógu oft hversu miklu máli fyrirbyggjandi viðhald dráttarvéla og annarra tækja skiptir máli. Með því að smella hér má sjá raundæmi frá þjónustuverkstæði Vélfangs um mun […]

kuhn_3368_300dpi

Árlegt hausttilboð Kuhn og Vélfangs!

Hið árlega hausttilboð KUHN og Vélfangs ehf. er nú á leið í pósti til allra bænda á landinu. Óhætt er að segja að tilboðin hafi aldrei verið betri eða vöruúrvalið meira. Nú bjóðum við í fyrsta sinn Kuhn taðdreifarana á sértilboði til bænda.Rétt er að vekja athygli á því að best er að panta sem […]

brand1

Vélfang með nýja gerð af haughrærum (Frétt af naut.is)

Vélfang, sem m.a. er umboðsaðili Fendt á Íslandi, hefur nú tekið í umboðssölu vörumerkið Brand sem er með heildstæða línu af haughrærum og dælum. Að sögn Skarphéðins Erlingssonar, sölustjóra hjá Vélfangi, koma þessar nýju hrærur í afar fjölbreyttri mynd hvort heldur sem staðbundnar eða færanlegar, aflúttaksknúnar, vökvaknúnar eða með rafmótor, allt háð stærð og notkunarsviði. […]