Kverneland heyvinnutæki

Heyvinnutæki - Kverneland

Kverneland er eitt af dótturfyrirtækjum Kvernelandgroup  samsteypunnar sem á og  rekur 35 verksmiðjur og sölufyrirtæki víða um heim.  Kverneland  var stofnað árið 1879 í Noregi og er í dag einn stærsti framleiðandi á  landbúnaðartækjum í heiminum.  Kverneland hefur frá upphæfi sérhæft sig í smíði tækja fyrir landbúnað og hver man ekki eftir Taarup múgsöxurunum og Taarup sláttukóngunum en þeir eru enn framleiddir í Kverneland verksmiðjunum í Danmörku.

Kverneland var fyrsta fyrirtækið sem kynnti diskasláttuvélar með knosara á markað nýjung sem sparaði bændum mikla vinnu og jók mikið gæði fóðursins.  Kverneland pökkunarvélar er önnur nýjung sem íslenskir bændur þekkja er olli byltingu, jók gæði fóðurs og breytti allri vinnu við heyskap, flutning og fóðrun gripa. Kverneland heytætlur og múgavélar eru nú allar framleiddar í hinni þekktu verksmiðju Kverneland samsteypunnar í Gottmadingen í Þýskalandi.

Kverneland framleiðir breiða línu af heilfóðurvögnum og rúllusöxurum og má þá sérstaklega benda á Kverneland Tornado sem sérstaklega hagkvæma lausn.

Kverneland diskasláttuvélar með og án knosara

Kverneland heytætlur og múgavélar

Kverneland rúllu- og pökkunarvélar

Kverneland sjálfhleðsluvagnar

 

Vélfang notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á velfang.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur