
Annovi Aldo er ítalskur framleiðandi á snjóblásurum. Þeir sérhæfa sig í smíði á stórum snjóblásurum fyrir stærri dráttarvélar þ. e. 250-500 hö. Annovi Aldo snjóblásararnir eru vel búnir, sterkir og stórir.
AugerTorque er framleiðandi á stauraborum og öðrum aukahlutum ætluðum til jarðvegsvinnu. Aukahlutir frá AugerTorque státa af margra ára reynslu hér á landi en stauraborar á traktora, gröfur og krana hafa verið okkar helstu söluvörur undanfarin ár.
Demarec er hollenskur framleiðandi á aukahlutum í niðurrif og endurvinnslu.
Holms snjóplóga þarf vart að kynna hér á landi. Sænsk gæði í gegn, snjóplógar og sópar.
JCB bjóða heildarlausnir í aukahlutum fyrir vélar sínar sem og aðrar. Skóflur, fleygar, sópar, jarðvegsþjöppur, glussastöðvar, vatnsdælur, kjarnaborar og fleira.
MSB fleygar hafa margsannað notagildi sitt hér á landi síðastliðin 20 ár. Þessir frábæru Suður-Kóresku fleygar koma í öllum stærðum.
Nox framleiða tjakkalaus rótortilt sem henta minni vélum afskaplega vel. Lítil, nett og engir tjakkar að þvælast fyrir.
![]()
Kinshofer eru hágæða þýskir aukahlutir fyrir gröfur og krana. Grabbar, klær, klemmur, gafflar og allt sem hugurinn girnist.
Multavex er finnskur framleiðandi á hörpuskóflum. Hörpuskólfur fyrir allt frá 3-50 tonna.
Proforge er breskt fyrirtæki sem framleiðir herfi og kílplóga. Áralöng reynsla af plógunum hér á landi.

Rabaud er franskur framleiðandi á hinum ýmsu aukahlutum, bjóða uppá lausnir fyrir landbúnað og aðra verktöku.
RF System

RF System er sænskur framleiðandi á aukahlutum fyrir gröfur og bjóða þeir upp á gott úrval af skóflum, sléttujárnum, sópum, kapalplógum, hraðtengjum, ripperum, göfflum og fleiru.

SE Equipment er sænskur framleiðandi sem býður heildarlausnir í aukahlutum fyrir gröfur og dráttarvélar. Skóflur, sléttujárn, sópar, hraðtengi, ripperar, gafflar og fleira.

Simex er ítalskur framleiðandi á fræsurum, hörpu- og brotskóflum. Þess má til gamans geta að Simex fræsarar voru notaðir við fræsun á Íshellinum í Langjökli.

Steelwrist er framsækið fyrirtæki sem framleiðir rótortilt á gröfur. Steelwrist einblýna á spennandi tækninýjungar og eru stöðugt leita nýrra leiða til að auðvelda notandanum verkið.
Snowek/Trombia er finnskur framleiðandi á snjóplugum, sand-saltdreifurum og sópum. V og U plógar sem hannaðir hafa verið við íslenskar aðstæður. Sóparnir er til í ýmsum útfærslum og meðal annars bjóða þeir vatnslausa sugusópa sem henta vel til notkunar innanhúss og utanhúss.
YPV er sænskur framleiðandi á aukahlutum. Ef þú gerir kröfu um ósvikin gæði þá skaltu versla aukahluti frá YPV. Lítið fjölskyldu fyrirtæki þar sem engu er til sparað.
YPV bjóða upp á umfangsmikið úrval af skóflum, snjóplógum, ripperum, sléttujárnum og fleiru.
Snowek/Trombia