Almennir ábyrgðarskilmálar

Ábyrgð hjá Vélfang ehf. gildir í eitt ár nema annað sé sérstaklega tekið fram.  

Vélfang ehf verður hér eftir nefndur söluaðili.

Kostnaður vegna vinnu og varahluta, sem til fellur á ábyrgðartíma tækis og rekja má til framleiðslu og/eða efnisgalla, er á ábyrgð söluaðila.  Skilyrði er að vinna við ábyrgðarviðgerðir sé unnin í dagvinnu á verkstæði söluaðila eða á verkstæði sem söluaðili samþykkir.  Eðlilegt slit fellur aldrei undir ábyrgð.

Flutningskostnaður tækis á verkstæði söluaðila er ekki innifalinn í ábyrgð.

Kostnaður vegna afnotamissis og/eða afleidd tjón falla ekki undir ábyrgð.

Varahlutir eru í ábyrgð í eitt ár ef þeir eru settir í af söluaðila eða aðlila sem söluaðili samþykkir.  Kostnaður vegna varahluta, sem rekja má til framleiðslu og/eða efnisgalla þeirra, fellur ekki undir ábyrgð, þar með talin sendingarkostnaður og vinna.

 

Ábyrgð fellur niður ef:

  1. Aðrir en starfsmenn söluaðila gera við bilun, gerð tilraun til að gera við bilun af öðrum án samþykkis söluaðila.
  2. Vélinni hefur verið breytt af öðrum en söluaðila eða þeim sem söluaðili samþykkir.
  3. Viðhaldi og þjónustu samkvæmt handbók ekki fylgt eftir.
  4. Notaðir eru varahlutir frá öðrum en framleiðanda tækisins.
  5. Ef tæki er ekki rétt notað eða ill meðferð leiðir til bilunar.
  6. Ef bilun er ekki tilkynnt tafarlaust til söluaðila.

Framleiðandi getur verið með aðra ábyrgðarskilmála en hér segir og gilda þeir framar þessum almennu skilmálum.

Söluaðili mælir með að viðskiptavinir skoði handbækur tækis gaumgæfilega og fari eftir þeim til að tryggja örugga og rétta notkun.  Í vafa skal  leita upplýsinga hjá söluaðila áður en framkvæmt er.

 

Vélfang notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á velfang.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur