Lokað í Vélfangi 19.-21. nóvember 2025

617159121b675e6f72117412_1634818325_web_de-DE

Starfsfólk Vélfangs leggur land undir fót miðvikudaginn 19. nóvember nk. til Munchen og þaðan til Marktoberdorf í heimsókn til Fendt. Vegna góðrar frammistöðu ákvað Fendt að bjóða öllu starfsfólki Vélfangs ásamt mökum í heimsókn í  Fendt verksmiðjurnar. Fyrirtækið verður þess vegna lokað á meðan að við stingum af. Dagarnir sem um ræðir eru miðvikudagurinn 19. nóvember til og með föstudagsins 21. nóvember. Í neyðartilvikum vegna verkstæðis má hringja í s. 767-8401 og reynt verður að bregðast við. Við þökkum fyrir skilninginn og  vonum að þessi lokun komi ekki illa við viðskiptavini fyrirtækisins. Við mætum svo úthvíld og tvíefld til vinnu mánudag 24. nóvember nk.

Með kærri kveðju

Starfsfólk Vélfangs