Á dögunum fékk fjölskyldan í Viðvík í Skagafirði afhenta nýja CLAAS ARION 660 dráttarvél. Vélin er á allan hátt vel búin, 205 hestöfl með stiglausri skiptingu, frambúnaði, fjaðrandi framhásingu, fjaðrandi húsi, CEBIS stýrikerfi og svo mætti lengi telja. En þetta er sannarlega ekki fyrsta vélin sem fjölskyldan í Viðvík fær afhenta frá Vélfangi en óhætt er að segja að nánast allar vélar sem notaðar eru á bænum til hefðbundinna landbúnaðarstarfa komi frá okkur í Vélfangi. Á myndunum má m.a. annars sjá CLAAS Ares 697 árg. 2007, CLAAS Arion 420 árg. 2016, sláttuvélar, tætla og múgavélar eru allar af CLAAS gerð. Þá er 2ja ára gömul KUHN FBP 3135 með plastbindibúnaði ásamt KUHN 4ra metra pinnatætar og fjölmörg tæki sem ekki verða talin upp hér s.s. Kverneland, Brand,Redrock og Thaler. Glöggir lesendur sjá kannski að við verðum að endurnýja plóginn í Kverneland. Við erum svo þakklát hjá Vélfangi fyrir traustið sem fjölskyldan í Viðvík hefur sýnt okkur öll þessi ár og lítum ekki á það sem sjálfsagðan hlut heldur verðum við að halda áfram að gera betur til að standa undir því trausti sem okkur er sýnt. Um leið og við óskum fjölskyldunni innilega til hamingju með nýju dráttarvélina þökkum við aftur fyrir traustið og heiðarleg og hrein samskipti í gegnum tíðina.