Þá er komið að útgáfu hins árlega áramótatilboðs Vélfangs og KUHN. Tilboðið má finna með því að smella hér. Þrátt fyrir ýmsar áskoranir á yfirstandandi ári, hefur þetta ár verið eitt það besta í sölu og afhendingu Kuhn tækja á Íslandi. Við þökkum hinum fjölmörgu og traustu viðskiptavinum sem hafa fylgt okkur frá upphafi árið 2004 og KUHN jafnvel töluvert lengur. Í kjölfarið á breytingum á markaði hér heima s.l. vetur leitaði fjöldi nýrra viðskiptavina til okkar sem afar ánægjulegt var að kynnast. Vonandi er það upphafið að löngu og traustu sambandi. Einnig má nefna að varla er til það búnaðarfélag eða ræktunarsamband í samvinnu bænda sem ekki eiga annaðhvort jarðtætara eða pinnatætara frá KUHN, reyndar oftast bæði. Við starfsfólk Vélfangs viljum þakka það mikla traust sem viðskiptavinir hafa sýnt okkur og KUHN í gegnum tíðina. Þó má ekki gleyma grunngildum og ástæðum þess að við hjá Vélfangi hófum þetta samstarf við bændur árið 2004. Þær ástæður hafa ekki breyst, heldur áunnið sér fastan sess og sannað gildi sitt sem árviss ávinningur fyrir viðskiptavini KUHN og Véfangs.
- 15% afsláttur af hey- og jarðvinnutækjum ef pantað er fyrir 5. janúar 2021
- 5% af sláttur af rúllusamstæðum ef pantað er fyrir 5. janúar 2021
- Vélin verður af árgerð 2021
- Kaupandi staðfestir pöntun með tölvupósti eða undirskrift og bindur því ekki lausafé frá rekstri marga mánuði fram í tímann
- Kaupandi gengur frá greiðslu við afhendingu og getur því skipulagt vélakaup fram í tímann. Kaupverð miðast við gengi afhendingartíma en hægt er að tryggja gengi hvenær sem er með fyrirframgreiðslu
- Verksmiðjuábyrgð gildir til a.m.k. 2023
- Kaupandi fær þá vél sem honum hentar en ekki vél sem hefur orðið útundan í sölu árið áður
Við leggjum sérstaka áherslu á KUHN FBP 3135 rúllusamstæðu með net- og plastbindibúnaði. Óhætt er að segja að sú vél hafi staðið undir væntingum eigenda sinna og gott betur. Í ár er sérstakt tilboð á KUHN FBP 3135 með net- og plastbindibúnaði og 3D þrívíddarpökkun en þannig næst fram 30% sparnaður í plastnotkun. Plast í plast án netnotkunar tryggir betri verkun og lystugra fóður. Fram til 5. Janúar er 3D þrívíddarpökkun að verðmæti 591.000 kr. án vsk innifalin í verði vélarinnar. KUHN GF8712T heytætlan sem er dragtengd á vagni með 8,7 metra vinnslubreidd hefur verið okkar vinsælasta heytætla til fjölda ára. Í ár bætum við í staðalbúnaðin og er nú vökvaskekking á öllum hjólum staðalbúnaður í þessari frábæru vél. Þá má ekki gleyma að allar notendahandbækur frá Kuhn eru á íslensku og á gildistíma tilboðsins eru allir slithlutir s.s. hnífar og tindar boðnir með 20% afslætti.
Við viljum ítreka að Covid-faraldurinn getur haft áhrif á framleiðslu og afhendingu véla og viljum við því hvetja viðskiptavini að leggja inn pantanir sem allra fyrst til að vélin sem óskað er eftir fari fremst í röðina.
Með kærri kveðju
Starfsfólk Vélfangs