Áramótatilboð KUHN og Vélfangs ehf. 2024-2025

Þá er komið að útgáfu árlegs KUHN tilboðs okkar í Vélfangi. Tilboðið kom fyrst út sama ár og Vélfang ehf. var stofnað eða árið 2004 og fagnar fyrirtækið því 20 ára afmæli í ár. Tilboðið er nú birt á heimasíðu Vélfangs en því miður er ekki lengur boðið upp á að senda tilboðið á öll lögbýli landsins. Best er að panta sem allra fyrst en tilboðið gildir til 5. janúar eins og undanfarin 20 ár. Finna má tilboðið með því að smella hér á Fréttabréf_2024  en helstu kostir þess að panta sem fyrst eru:
• 15% afsláttur af hey- og jarðvinnutækjum ef pantað er fyrir 5. Janúar 2025
• 5% af sláttur af rúllusamstæðum ef pantað er fyrir 5. Janúar 2025
• Vélin verður af árgerð 2025
• Kaupandi staðfestir pöntun með símtali, tölvupósti eða undirskrift og bindur því ekki lausafé frá rekstri marga mánuði fram í tímann.
• Kaupandi gengur frá greiðslu við afhendingu og getur því skipulagt vélakaup fram í tímann. Kaupverð miðast við gengi afhendingartíma en hægt er að tryggja gengi hvenær sem er með fyrirframgreiðslu.
• Verksmiðjuábyrgð gildir til a.m.k. 2027
• Kaupandi fær þá vél sem honum hentar en ekki vél sem hefur orðið út undan í sölu árið áður.
Þá verður að taka fram að allar notendahandbækur frá KUHN eru á íslensku og á gildistíma tilboðsins eru allir slithlutir í s.s. hnífar og tindar boðnir með 20% afslætti.
Í ár kynnum við fjölda nýrra véla sem við tökum sérstaklega fram í fréttabréfinu hér fyrir neðan en einnig má kynna sér alla vörulínu KUHN með því að smella hér.

Með kærri kveðju
Starfsfólk Vélfangs