CLAAS

CLAAS er einn stærsti framleiðandi landbúnaðartækja í heiminum í dag og er þriðja hver kornþreskivél sem seld er í Evrópu í dag af CLAAS gerð.  CLAAS er einnig stærsti framleiðandi í heiminum af sjálfkeyrandi múgsöxurumm en þeir eru næst stærstir í framleiðslu línu CLAAS.  CLAAS framleiðir einnig rúlluvélar, sjálfhleðsluvagna, stórbaggavélar og önnur heyvinnutæki og einnig standa þeir framarlega í hátækniiðnaði þar sem þeir hanna og framleiða vörur í bifreiðar og flugvélar.  CLAAS er með framleiðslu á fimm stöðum í Þýskalandi og fimm stöðum fyrir utan Þýskaland en stærsta verksmiðjan og janframt höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Harsewinkel í N-Þýskalandi.

Þetta hófst allt saman þegar August Claas stofnaði fyrirtækið árið 1913 ásamt bræðrum sínum er þeir hófu framleiðslu á bindivélum og bjuggu til hinn fræga “Claas-hnýtara” sem enn er notaður í framleiðslu fyrirtækisins í dag.  Fyrsta CLAAS kornþreskivélin fór í framleiðslu árið 1936 og segja má að frá þeim tíma hafi CLAAS  verið samnefnari yfir kornþreskivélar en framleiðsla þeirra hefur öðru fremur staðið undir framgangi fyrirtækisins á heimsmarkaði.

Vorið 2003 hóf CLAAS framleiðslu á dráttarvélum í eigin nafni í Le Mans í Frakklandi en flaggskipið CLAAS Xerion er þó ennþá framleiddur í Harsewinkel.  Árið 2010 var  heildarstarfsmannafjöldi  CLAAS í 14 verksmiðjum um allan heim 9.000 manns og heildarveltaveltan var u.þ.b. 2,5 milljarðar evra ( 407 Milljarðar ISK).

CLAAS er stærsti framleiðandi landbúnaðartækja og dráttarvéla í einkaeigu í heiminum og ekkert fyrirtæki getur boðið jafn breiða línu tækja til notkunar í landbúnaði.

Sjá nánar um CLAAS með því að smella hér.

CLAAS dráttarvélar

CLAAS býður upp á mikið úrval af dráttarvélum allt frá 70 hestöflum með hinum lipra CLAAS Elios upp í hinn 500 hestafla  CLAAS Xerion 5000 sem er byltingakennd nýjung á sviði dráttarvéla.  Hafið samband og leyfið okkur að kynna fyrir ykkur nýjar CLAAS dráttarvélar á verði sem gæti komið á óvart.

Meira

CLAAS ATOS 350-220

  • Nútíma 3- og 4-strokka FARMotion vélar
  • Mikið val á skiptingum með rafmagns bakkskiptingu og tveim eða þrem “powershift” hraðaaukningum.
  • Hægir á sér og stoppar án þess að kúpling sé notuð, með svokölluðu SMART STOP.
  • Með “dynamic” stýringu getur vélin beygt í fulla beygju með færri snúningum stýris. Meira

Meira um CLAAS ATOS 350-220

CLAAS ARION 460-410

  • 90-140 hestafla turbocharged vélar.
  • “QUADRISHIFT” gírskipting með “QUADRACTIV” powershift unit.
  • Fjölhæfur stýripinni sem stjórnar skiptingu, aftur tengi, snúningshraða vélar og tveim aftur vökva sneiðum.
  • Gott útsýni er úr húsi vélarinnar þökk sé nettri vélarhlíf og panoramic gagnsæu þaki.
  • Tveggja punkta húsfjöðrun.

Meira um CLAAS ARION 460-410

XERION 5000-4000

  • Síbreytileig skipting – yfir 500 hestöfl.
  • Fjögur jafn stór dekk allt að 2.16 m í þvermál fyrir sem best grip
  • Margir valkostir aukahluta höfðað til notkunar viðskiptavina svo sem snúningur á stýrishúsi
  • Full afkastageta á litlum snúningshraða

Meira um XERION 5000-4000

CLAAS rúllubindivélar

Þegar minnst er á CLAAS á Íslandi kemur eflaust fyrst upp í hugann rúllubindivél eða jafnvel gamla góða Markant baggabindivélin.  Það er ekki skrýtið þar sem þessar vélar eru þekktar fyrir áreiðanleika, afköst og endingu.

CLAAS 355 Uniwrap rúllusamstæðurnar hafa ekki síður fallið í kramið hjá íslenskum bændum og nú hefur CLAAS kynnt Uniwrap 455 fyrir þá sem gera enn meiri kröfur.

CLAAS stórbaggabindivélar

CLAAS heyvinnutæki

Þróunin á CLAAS heyvinnutækjunum hefur eflaust aldrei verið meiri hjá CLAAS en einmitt nú og íslenskir bændur eru að kynnast gæðum CLAAS heyvinnutækjanna í æ ríkara mæli.  Nú hefur vélfang á boðstólum alla vörulínuna af CLAAS heyvinnutækjunum sem samanstendur af : Disco diskasláttuvélum, Corto tromlusláttuvélum, Volto heytætlum, Liner múgavélum, Quantum og CARGO sjálfhleðsluvögnum og síðast en ekki síðast Cougar sjálfkeyrandi sláttuvélinni með 14 metra vinnslubreidd.

CLAAS þreskivélar

Hjartað í CLAAS eru þreskivélar og aftur þreskivélar enda skiptir ekki máli hvort það er CLAAS Lexion eða CLAAS Dominator, þriðja hvert korn eða fræ sem framleitt er í Evrópu fer í gegnum CLAAS þreskivél. 

Því ætti CLAAS að vera fyrsti kostur hvort sem verið er að skoða kaup á nýrri eða notaðri kornþreskivél.

CLAAS múgsaxarar

Ör þróun landbúnaðar leiðir til þess að bændur kynna sér nýjar/gamlar aðferðir við öflun fóðurs og þá eiga þeir eflaust eftir að rekast á CLAAS Jaguar múgsaxarana enda framleiðir enginn meira af sjálfkeyrandi múgsöxurum en CLAAS.  Eflaust eiga þó íslenskir bændur ekki eftir að slá heimsmetið sem sett var fyrir nokkrum árum en þá saxaði CLAAS Jaguar 900 múgsaxari 2.058 tonn af frekar þurru heyi á 12 klst. Að sjálfsögðu var “bletturinn” sleginn með CLAAS Jaguar 8,5 m breiðri sláttuvél og rakað  saman með CLAAS Liner 3000 múgavél.

Árið 2008 var fyrsti sjálfkeyrandi múgsaxarinn sem fluttur hafði verið inn til landsins afgreiddur til Túnfangs ehf. á Suðurlandi eða Jaguar 840 Greeneye. Reksturinn hefur gengið ótrúlega vel og vélin reynst vel í alla staði eins og við var búist.

CLAAS er líka fyrir yngstu bændurna

Það er ekki bara allt um vélar á heimasíðu CLAAS þar eru líka tölvuleikir,skjámyndir, litabækur og þrautir sem bæði ungir og aldnir geta gleymt sér við með því að smella hér

CLAAS búðin er alltaf opin

CLAAS snýst ekki eingöngu um vélar því víða erlendis er CLAAS lífstíll. Með því að smella hér geturðu kynnt þér mikið úrval af CLAAS vörum s.s klæðnað fyrir börn og fullorðna, leikföng, töskur o.m.fl. sem hægt er að panta í gegnum varahlutaverslun Vélfangs í s. 580-8200 eða með því að senda tölvupóst á kristjan@velfang.is

Kynnið ykkur heimasíðu CLAAS samsteypunnar með því að smella hér. 

Vélfang notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á velfang.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur