Fendt aðalstyrktaraðili þýska landsliðsins í hestaíþróttum

Fendt verður aðalstyrktaraðili þýska landsliðsins í hestaíþróttum á heimsmeistaramótiinu í hestaíþróttum sem fara fram í Kentucky í Bandaríkjunum. „ Þýska landsliðið er eitt það besta í heiminum og við erum mjög ánægðir með að styrkja svo sigursælt lið“ segir Martin Richenhagen stjórnarformaður AGCO.

Heimsleikarnir í hestaíþróttum 2010 verða haldnir 25. September – 10. Október í Lexington, Kentucky USA og eru þáttur í undirbúningi liðanna fyrir Ólympíuleikana. Keppt er í 8 keppnisgreinum m.a. hlýðniæfingum, hindrunarstökki, fimiæfingum og víðavangshlaupi (þolreið). Stuðningur Fendt við liðið gerir það að verkum að þýska keppnisliðið á nú mun auðveldara með að eiga við þær fjárhagslegu skuldbindingar sem fylgja því að taka þátt í svo stórri alþjóðlegri keppni.
„Fendt er leiðandi fyrirtæki í hönnun hátækni dráttarvéla og þýska liðið er eitt það besta í heiminum, þetta fer vel saman“ segir  Martin Richenhagen. En Fendt framleiðir dráttarvélar í þremur verksmiðjum í Þýskalandi. Sem aðalstyrktaraðili mun Fendt fjármagna ýmsan búnað fyrir þýska liðið en Fendt logoið mun vera mjög áberandi á öllum útbúnaði og búningum liðsins.

Fendt er leiðandi dráttarvélaframleiðandi innan AGCO samsteypunnar og einbeitir sér að viðskiptavinum sem gera miklar kröfur. Fendt dráttarvélar, þreskivélar og hin ýmsu tæki eru í vinnu um allan heim jafnt á stórum sem litlum búum sem öll eiga það sammerkt að vera kröfuharðir kaupendur sem framleiða hágæða vörur. Fendt er talinn vera leiðandi í þeim nýjungum sem fram koma í heimi dráttarvélanna og má þar m.a. nefna VARIO stiglausu skiptinguna. Viðskiptavinir Fendt hagnast þ.a.l. meira en aðrir með nýjustu tækni og hámarksafköst að leiðarljósi í sínum rekstri.

Hjá Fendt starfa alls 3.300 manns en höfuðstöðvar Fendt eru í Marktoberdorf í Bayern í Þýskalandi.

Fréttatilkynning