Fendt Landbúnaður

Það er óhætt að segja að saga Fendt marki djúp spor í sögu og þróun dráttarvéla allt frá árinu 1930 er saga Fendt hófst og til dagsins í dag.  Fendt hefur frá upphafi verið leiðandi í hönnun og þróun dráttarvéla í heiminum og sett stefnuna fyrir þá sem fylgja á eftir.  Með kaupum á Fendt eru viðskiptavinir að fá meira fyrir peninginn í formi lengri endingar, lægri eldsneytiseyðslu, hærra endursöluverði, lægri viðhaldskostnaði og meiri gæðum.

Vario skiptingin var kynnt árið 1996 og gjörbylti markaðnum, Vario er stiglaus gírskipting afturábak og áfram, tengd við hin ýmsu stjórntæki dráttarvélarinnar. Árið 2009 tók Fendt af öll tvímæli um gæði og traust Vario skiptingarinnar og hafa frá þeim tíma allar dráttarvélar sem Fendt framleiðir verið búnar skiptingunni eða um 15.000 dráttarvélar á ári. Í könnun sem er gerð árlega í Þýskalandi meðal bænda um traust og ánægju með vörumerki hefur Fendt ávallt staðist hæst og árið 2010 fék fyrirtækið 99,3 stig af 100 mögulegum. Kostum Fendt Vario skiptingarinnar lýsa best ánægðir eigendur Fendt Vario dráttarvéla á Íslandi, en með því að hafa samband við sölumenn Vélfangs má kynna sér hverjir þeir eru og fá reynsluakstur.

Fendt má best lýsa með slagorði Fendt verksmiðjanna: Fendt Vario fer fremstur!

Nánari upplýsingar um Fendt með því að smella hér.

Fendt 200 Vario V/F/P

Léttar og liprar dráttarvélar 70-110 hö. sérhannaðar til þjónustu við sveitarfélög s.s. við snjóhreinsun, slátt og ýmis önnur störf. Þær eru einstaklega vel búnar miðað við stærð en þær fást mjóstar um 110 cm en eru samt sem áður vel hlaðnar búnaði.

Mörg sveitarfélög og fyrirtæki á Íslandi hafa dráttarvélar af þessari stærð í sinni þjónustu t.d. Reykjavíkurborg, Árborg, Hafnarfjörður, Rangárþing ytra, Garðlist o.fl. Nánari upplýsingar um Fendt 200 Vario V/F/P með því að smella hér

Fendt 200 Vario

Öflugasta vélin í landbúnað miðað við þyngd, 70-110 hö.  Þessi nýja lína var kynnt með VARIO skiptingunni árið 2009 og hefur notið griðarlega vinsælda síðan þá vegna þess hve aflmikil en samt sem áður sparneytin miðað við stærð vélin er. Nánari upplýsingar um Fendt 200 VARIO með því að smella hér.

Fendt 300 Vario

Fendt 300 línan kom fyrst á markað árið 1980 og hefur verið merki um áreiðanleika, hagkvæmni og ending. Fendt 309 hefur verið mest selda einstaka vélin í Þýskalandi ár eftir ár. Fendt þurfti því að svara þeirri spurningu hvort hægt væri að “toppa” slíka vél með enn frekari hönnun?

Fendt hefur tekið þessari áskorun – með það að markmiði að hanna og framleiða dráttarvél með yfirburða hagkvæmni en samt sem áður einfalda vél þar sem auðvelt er að stjórna helstu aðgerðum. Útkoman er nýja Fendt Vario 300 línan 95-125 hö. sem notið hefur mikilla vinsælda hér á landi.

Hún sameinar það besta sem hefur komið frá Fendt í sögu fyrirtækisins þ.e. 300 línunna og Vario stiglausu skiptinguna. Hún sameinar það sem Fendt stendur fyrir – einföld, hagkvæm og öflug. Nánari upplýsingar um Fentd 300 VARIO með því að smella hér.

Fendt Vario 500

Með Fendt 500 Vario býður Fendt upp á fullkomna vél sem passar við allar aðstæður. Léttbyggð, lipur og aflmikil með hinni margverðlaunuðu stiglausu Vario skiptingu 125-165 hestöfl. Í þessa vél er öll sú tækni sem er í stærri dráttavélum frá Fendt einnig fáanleg. Nánari upplýsingar um Fendt 500 má finna með því að smella hér

Fendt 700 Vario

Með frumsýningu á Fendt Vario 700 línunni árið 1998 setti Fendt enn einu sinni markaðnum viðmiðun.  Fendt 700 Vario fást nú frá 145 til 240 hö. en fyrsta Fendt Vario vélin sem kom til Íslands var einmitt af gerðinni Fendt Vario 712.  Sjá nánar um Fendt Vario 700 með því að smella hér.

Fendt 800 Vario SCR

Nýja Fendt 800 línan sem kom á markaðinn árið 2010 hefur slegið öll met. Í febrúar 2011 setti Fendt 828 heimsmet í minnstu olíueyðslu yfir allar dráttarvélar sem hafa verið prófaðar DLG prófunarmiðstöðinni í Þýslalandi eða 245 g/kwh. Hvernig DLG PowerMix prófanir eru framkvæmdar má kynna sér með því að smella hér

Fendt 822-828 Vario 200-280 hö. eru með hinni nýju og byltingarkenndu SCR tækni sem minnkar eyðslu og mengar minna. Nýja 800 línan marker það sem koma skal hjá Fendt en ekki hafa verið gerðar jafn miklar breytingar á neinni vél síðan að 700 línan kom fyrst á markað árið 1998.

Fendt 900 Vario

Fendt Vario 924-939 er framleiddur frá  240 hestöflum og upp í 390 hestöfl. Þessi 900 lína frá Fendt er ein allra vinsælasta dráttarvélin sem Fendt framleiðir. Fjölmargar 900 vélar eru í notkun á Íslandi og hafa reynst afar vel við allar aðstæður sem þeim eru boðið upp á. Meiri upplýsingar um Fendt 900 má finna hér

 

Fendt 1000 Vario 

Fendt 1000 Vario er flaggskipið frá Fendt og er 396-517 hestöfl. Þetta er sannarlega stærsta drattarvæel æ heimi sem er samt sem áður lögleg á þjóðvegi. Húsið er af fullkomnustu tefgund með Fendt ONE stýrikerfinu. Meiri upplýsingar um þessa frábæru vél má finna með því að smella hér

Fendt stórbaggavélar, þreskivélar og múgsaxarar

Fendt er ekki bara dráttarvélar heldur hafa þeir á undanförnum árum skapað sér nafn í framleiðslu á stórbaggavélum og þreskivélum. Árið 2010 kynnti Fendt svo til sögunnar Fendt Katana 65 múgsaxara sem hannaður er frá grunni af Fendt og hefur nú þegar gengið í gegnum miklar og kröfuharðar prófanir.

Nánar um stórbaggavélar hér.

Nánar um þreskivélar hér.

Fendt prófanir

Á heimasíðu Fendt má finna ýmislegt áhugavert fyrir bændur á öllum aldri svo sem myndskeið (video), skjámyndir en með því að smella hér má finna hinar ýmsu prófanir sem Fendt dráttarvélar hafa farið gegnum t.d. PROFI og DLG

Fendt búðin er alltaf opin

Fendt býður upp á mikið úrval af skemmtilegum varningi s.s. klæðnaði, minjagripum, vinnuklæðnaði og leikföngum.  Hægt er að panta í gegnum varahlutaverslun Vélfangs ehf. í s. 580-8200 eða með tölvupósti, kristjan@velfang.is.  Hægt er að kynna sér úrvalið með því að smella hér.

Vélfang notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á velfang.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur