Haustverkin

Með haustinu koma nýir vöruflokkar til afgreiðslu. Vorum að fá fjóra KUHN taðdreifara til landsins og er unnið að því að koma þeim til eigenda sinna þessa dagana. Þessir dreifarar eru sérstaklega hentugir til að dreifa sauðfjár og hrossataði en henta síður í mykju. KUHN ProTwin ráða mjög vel við hálmskít.

Í mykjuna bjóðum við afar vönduð Írsk tæki frá REDROK, haugsugur í mörgum útfærslum og stærðum ásamt mykjudælum.

Frá þýska framleiðandanum BRAND býður Vélfang breiða línu af haughrærum og dælum. Rafknúnar, traktorsknúnar eða hvoru tveggja. Sniðnar að þörfum og aðstæðum hverju sinni. Til að mynda liðhrærur með margfalt umráðasvið samanborið við hefðbundnar haughrærur. Rafknúnar hrærur sem ganga niður á milli rimla. Sérsniðnar hærur fyrir stokkakerfi og hrærur með rafmótor, er geta tengst aflúrtaki dráttarvéla sem nýtist t.d. þegar byrjað er að hræra þungan haug.

Við viljum minna bændur á að haustið er rétti tíminn til að skipuleggja vélakaup í vor og sumarverkin,,það tryggir afgreiðslu á réttum tíma fyrir verkbyrjun.

 
Kuhn ProTwin 8114 án upphækkana.
 
 
ProTwin 8114 með upphækkunum. 7,6 m3
 
 
 
 
 
Redrock hausugur fást málaðar og galvaniseraðar. Allt eftir óskum kaupanda
2500 gallona suga á breikkuðum tandemhásingum gefur aukið landflot og stöðugleika
Redrodk býður uppá niðurfellingarbúnað fyrir mykju
 
Redrock Megaflow haugdæla. 21500 lítra flæði á mínútu. Hér að verki hjá Birni og Elínu í Holti
 
Brand haughæra með gírmótor. Öxulhúsið er olíufyllt. Hræruna má hækka og lækka að vild ásamt því að skjóta henni
út og inn á sleða sem er í burðarrammanum
Brand hrærur sem ganga niður á millir rimla 5,5 – 11,0 kw. Hafa sannað sig í öllum tegundum af skít hér á landi. Ótrúlega fjölhæf
tæki sem komast alsstaðar að.
Hefðbundin Brand „Semi swing“ haughræra með léttbyggðum þrítengiramma. Fánaleg með öflugri ramma og sverara öxulhúsi.
Driföxullinn er samsettur með tengi og burðarlegum með 2 m millibili sem styrkir hræruna og auðveldar umhirðu og viðhald.
Brand liðhræra með snúning, í eigu Strá efh í Sandlækjarkoti. Fjölhæfasta hræra sem völ er á í sínum stærðarflokki.
4 m leggur hefur 230 cm færslu frá miðju sem gefur færi á að hræringu með áður óþekktu umráðasviði.