Hundrað ára afmælis hátíð

Þegar mest er að gera gefst minnstur tími til að miðla fréttum. það á sannarlega við núna i þeim önnum sem verið hafa hjá okkur síðsumars, en réttur mánuður er síðan haldin var einstaklega vel heppnuð Handverkshátíð og landbúnaðarsýning að Hrafnagili í Eyjafirði. Svo vitnað sé til orða Esterar Stefánsdóttur framkvæmdastjóra sýningarinnar, þá var haldið 100 ára afmæli, en Búnaðarsamband Eyjafjarðar er 80 ára og handveksfólk hélt sína tuttugustu hátíð. Fjöldi sýnenda bauð gestum til veglegrar veislu þar sem margt gladdi augað. Og maginn varð ekki útundan, því auk sýnenda buðu Landssamtök sauðfjárbænda og Landsamband kúabænda uppá grillveislu á hátíðinni. Þéttskipuð skemmtidagskrá var alla fjóra sýningardaganna og áhætt að segja að sýningargestir hafi hafi allir fengið eitthvað við sitt hæfi. Þau vélaumboð sem heiðruðu viðskipavini sína og Búnarðarsambandið með þáttuöku í afmælishátíðinni,buðu uppá fjölbreytta og glæsilega sýningu.Vélfang bauð gestum sínum breiða línu af vörum til skoðunar, eða alls um tuttugu og fimm vélar. Sérstakar þakkir fá þeir fjölmörgu bændur, fyrirtæki sem og Akureyrarbær sem lánuðu Vélfangi vélar og tæki á sýninguna, Lögðu margir á sig ærna fyrirhöfn okkur til aðstoðar. þá þökkum við sýningarstjórn fyrir gott skipulag og framkvæmd. og meðsýnendum okkar og hinum mikla fjölda gesta sem heimsóttu sýningarsvæði Vélfangs fyrir eftiminnilega daga og ánægjustundir í Eyfirskri sumarblíðu. Til hamingju með frábæra hátíð.
Nánari fréttir má finna á www.handverkshatid.is og á www.bugardur.is