JCB Vinnuvélar

Vélfang ehf. tók við umboði fyrir JCB vinnuvélar á haustmánuðum 2009. JCB er einn stærsti framleiðandi af vinnuvélum í heimi með höfuðstöðvar í Bretlandi. Flestir þekkja JCB traktorsgröfur og skotbómulyftara en í dag framleiðir JCB meira en 300 tegundir eða týpur af tækjum og má þar nefna beltagröfur í öllum stærðum, hjólagröfur, valtara, dráttarvélar ásamt öðrum tækjum fyrir landbúnað, búkollur, dumpera og ýmislegt annað er tengist landbúnaði eða framkvæmdum.

JCB traktorsgröfur

Háþróuð lína JCB í traktorsgröfum er leiðandi í heiminum fyrir eiginleika sína, framþróun og er draumavél stjórnandans.

Smávélarnar 1cx og 2cx hafa fært traktorsgröfur inn á svið sem áður var óaðgengilegt um leið og þyngri vélarnar 3cx, 4cx og 4C hafa sett ný viðmið um afköst.

JCB beltagröfur

Það eru til JCB Beltagröfur til nánast allra þarfa. Hágæða lína JCB beltagrafa spannar 17 gerðir með yfir 20 mismunandi afbrigði bóma og undirvagna.

JCB beltagröfur spanna 7 – 47 tonna heildarþyngd með tölvuvæddu CAPS II vökvakerfi og vélbúnaðarstjórnun, Nephron vökvasíukerfi og frábæru JCB EuroCab stjórnhúsi.

Nýtt JCB EuroCab hús fæst á flestar vélarnar og skartar fjaðrandi lúxus sæti, slagstuttum stjórnstöngum, góðu útsýni allan hringinn og öflugu miðstöðvar kerfi með góðri móðueyðingu.

Nephron vökvasíukerfi sem hreinsar vökvann niður í 1,5 mícron og gefur 1000 vinnustundir milli síuskipta og 5000 vinnustunda líftíma á vökvann.

Snertirofi á stjórnstöng gefur 10% umframafl til aukinna átaka á skóflu og arm.

Öflugur og hraðvirkur snúningur til nákvæmnis vinnu og mikilla þyngsla í miklum hliðar halla.

Áreiðanleg smíði- staðalbúnaður svo sem X- laga undirvagn með góðri veghæð, og þvermálsmikill snúningskrans hlífðarpönnu.

Lágmengunar Isuzu Diesel vélar samkæmt nýjustu kröfum um mengunar varnir.

Í JS línunni fást vélar eins og JS220 XD, JS260 XD og JS330 XD (Xetra Duty) til notkunar í grjótnámur.

JCB Hjólagröfur

Nýtt JCB Eurocab ökumannshús sem skartar þægilegum stjórnbúnaði, fjaðrandi lúxussæti, slagstuttum stjórnstöngum, óhindruðu alhliða útsýni og öflugri miðstöð með góða móðueyðingu.

Snertirofi fyrir 10% umframafl til notkunar við erfiðustu skilyrði.

Frábær lyftigeta ásamt miklum stöðugleika.

Tölvuvætt stjórnkerfi (CAPS II) sem hámarkar nýtni og afköst vélarinnar.

Einstakt JCB Nephron síukerfi sem hefur auka framhjáhlaups-síu til að hreinsa vökvakerfisolíuna niður í 1,5 micron til að auka enn frekar líftíma allra slithluta og vökvans í allt að 5000 vinnustundum.

Varðar slöngur og lagnir, ásamt yfirstærðar skiptingu og drifrás auka ennfremur styrk.

JCB Minigröfur

JCB minigröfur eru harðgerðar, áreiðanlegar og upplagðar til notkunar inni í bæjum, borgum og öðrum þröngum aðstæðum. Allar eru þær hlaðnar búnaði til að hámarka afköst, og auka þægindi stjórnanda. Öflugir Nachi snúningsmótorar sem gefa mikinn hraða og seiglu. Bestar í sínum flokki fyrir þjónustuaðgengi sem jafnast á við stærri vélar. Fullkomnlega lokaðir beltamótorar og slöngur sem auka enn frekara rekstraröryggi. Vökvaolían er hreinleikaprófuð til auka afköst og áreiðanleika. Mikið úrval af skóflum og aukahlutum auka ennfremur notagildi vélanna.

JCB Skotbómulyftarar

Hin heimsþekkta lína af JCB Loadall skotbómulyfturum hefur verið aukin enn frekar með tilkomu 530-105 og 540-170. Lyftigeta er 2,0 – 5,0 tonn og lyftihæð 5,0 – 17,0 metrar. JCB Skotbómulyftarar bjóða upp á einstaklega mikla fjölhæfni til allskonar efnismeðhöndlunar.

Skotbómulyftararnir sameina hefðbundna JCB eiginleika um mikinn styrk, áreiðanleika, öflugt burðarvirki og afköst.

Frábært alhliða útsýni vegna lágrar bómulínu og hönnunar hússins.

Uppsetning drifrásar og gangverks, gerir mjög auðvelt að komast að öllum hlutum til þjónustu.

Allur megin búnaður eins og drifskiptingar og vélar eru margreyndur búnaður og auðveldur í þjónustu.

Hönnun hins rúmgóða húss býður uppá mikil þægindi og lítinn hávaða fyrir stjórnandann.

Fullkominn stiglaus álagsmælir (SLI) gefur stjórnanda upplýsingar um stöðugleika lyftarans fram á við.

 

Vélfang notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á velfang.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur