Jóhannes Berg
Yngsti starfsmaður Vélfangs en þá er ekki miðað við aldur. Jói kom til starfa hjá Vélfangi á aðventunni 2013 og hefur hrifið okkur öll með sér í hlátursrokum sínum og glaðlyndi. Ættaður úr Borgarfirðinum eða nánar tiltekið Flókadalnum og trúði okkur fyrir því að þegar hann heimsótti æskustöðvarnar væri Brugghúsið á Steðja ávallt fyrsti viðkomustaður fyrir andlega uppbyggingu.
Eftir stutt viðkynni sjáum við samt strax að Jói er mikið upp á kvenhöndina og heimtaði hann að fá að stilla sér upp með Ásdísi Rán á meðfylgjandi mynd. En Jói er nú þrátt fyir allt hokinn af reynslu í vélaviðgerðum og góð viðbót í hóp þeirra verkstæðispilta sem fyrir eru.