Nú fer árið 2015 að renna sitt skeið og við horfum bjartsýn fram á næsta ár 2016. Árið 2015 var óvenju viðburðarríkt hjá okkur í Vélfangi en strax í janúar byrjuðum við með JCB vinnuvélasýningu hér á Gylfaflöt sem tókst með eindæmum vel. Í febrúar var haldið af stað út í heim með tæplega 70 viðskiptavini þar sem við heimsóttum nokkrar verksmiðjur, lentum á karnival og enduðum svo í París á SIMA landbúnaðarsýningunni ásamt því að skoða borgina. Í október héldum við í hringferð um landið með CLAAS dráttarvélar ásamt öðrum tækjum þar sem því var við komið. Stoppað var á 28 stöðum um allt land á 10 dögum og opnuðum við m.a. umboð okkar á Frostagötu 2a á Akureyri formlega við það tækifæri. Við horfum bjartsýn fram á næstu ár enda má segja að tvær stoðgreinar fyrirtækisins þ.e. landbúnaður og verktakar standi á þröskuldi mikillar endurnýjunarþarfar á tækjakosti sínum.
Verkefnastaða fer mjög batnandi hjá jarðverktökum og er þar bæði um stærri og minni verkefni að ræða auk mikillar aukningar í nýbyggingum. Þá stendur íslenskur landbúnaður á krossgötum þar sem þegar þetta er skrifað standa bændur í samningaviðræðum við íslenska ríkið um nýjan langtíma búvörusamning. Þá má ekki gleyma að aukning ferðamanna til landsins kallar á meiri framleiðslu á gæðavöru sem einungis íslenskir bændur geta framleitt. Því er einnig spáð að árið 2050 þurfi að framleiða jafnmikinn mat og öll árin 2013 frá árinu 0 til 2013 til að metta aukinn mannfjölda á jörðinni og sinna breyttum matarvenjum jarðarbúa. Tækifærin eru fyrir hendi, nú er bara að nýta þau.
Við starfsfólk Vélfangs ehf. viljum nota þessi tímamót til að þakka kærlega fyrir viðskiptin á árinu og óskum ykkur öllum Gleðilegra jóla og farsæls komandi árs og ára. Opnunartíma okkar um jól og áramót má finna hér fyrir neðan ásamt vaktsímum starfsmanna.
Kveðja
Starfsfólk Vélfangs ehf.