Kuhn

Kuhn

KUHN S.A. á sér 180 ára sögu í hönnun, framleiðslu og sölu tækja til notkunar í landbúnaði. Á Íslandi er Kuhn þekkt fyrir, gæði, endingu, framúskarandi hönnun og hagstætt verð. Starfsmenn Kuhn eru u.þ.b. 2700 talsins, ársframleiðsla er 60.000 vélar en árlega eyðir Kuhn 1.760 millj. íslenskra króna í þróun og hönnun nýrra véla eða u.þ.b. 4,5 % af árlegri veltu fyrirtækisins. Hér á landi þekkja eflaust flestir Kuhn hey- og jarðvinnutæki en færri vita að Kuhn er leiðandi í framleiðslu á plógum, sáðvélum, eiturúðurum, hagasláttusöxurum og fóðurvögnum.

Kuhn heyvinnutæki

Kuhn diskasláttuvélar hafa verið framleiddar í mörghundruð þúsundum eintaka á sl. 30 árum en Kuhn diskasláttuvélarnar eru þær mest seldu í heiminum frá upphafi. Kuhn diskasláttuvélar fást í fjölmörgum útfærslum frá 1,2 m-8,8 m vinnslubreidd. Kuhn heytætlur í öllum stærðum hafa hlotið góðar viðtökur íslenskra bænda en þær eru þekktar fyrir endingu og áreiðanleika, því til sönnunar má geta að “Digidrive” útbúnaðurinn sem var fyrst kynntur í Kuhn heytætlum árið 1991 hefur aldrei þurft að panta sem varahlut hjá innflytjanda. Kuhn múgavélar fást í ýmsum stærðum bæði einnar og tveggja stjörnu frá 3,20 m til 17,7 m vinnslubreidd.

Kuhn jarðvinnutæki

Jarðtætarar og aflherfi frá Kuhn hafa notið mikilla vinsælda frá upphafi en færri vita að Kuhn býður upp á mikið úrval af diska- og loftunarherfum.

Kuhn gras- og hagsaxarar

Kuhn býður upp á mikið úrval af sláttusöxurum en á Íslandi hefur VKM hagasláttusaxarinn notið mestra vinsælda.

Kuhn fóðurtækni

Kuhn er markaðsleiðandi á sviði heilfóðurvagna í Evrópu og framleiðir m.a. sjálfkeyrandi heilfóðurvagn, SP12. Vinsælustu vagnarnir hér landi hafa þó verið Euromix vagnarnir með lóðréttum sniglum. En þeir virka betur fyrir blöndun á bætiefnum og rúlluheyi. Einnig hafa Kuhn Primor rúllu- og hálmsaxarar komið vel út og m.a. verið prófaðir í nýju fjósi á Hvanneyri.

Kuhn skítadreifarar

Kuhn Knight í Bandaríkjunum framleiða framúrskarandi skítadreifara sem hafa vakið mikla athygli hér á landi. Með þessum sterku og vel hönnuðu dreifurum má dreifa öllum tegundum búfjáráburðar með góðum árangri.

Kuhn plógar

Kuhn framleiðir plóga sem notið hafa mikilla vinsælda erlendis og hlotið nokkra heimsmeistaratitla í alþjóðlegum plægingarkeppnum.

Kuhn rúllu- og stórbaggabindivélar

Kuhn framleiðir bæði fast- og lauskjarna rúllubindivélar ásamt sambyggðum rúllu og pökkunarvélum, einnig stórbaggavélar og pökkunarvélar fyrir bæði rúllu- og stórbagga. Þeir framleiða einnig hina margrómuðu Kuhn iBio, mjög léttbyggða rúllusamstæðu sem rúllar og pakkar í sama hólfinu og hentar sérstaklega vel þar sem landhalli er mikill.

Kuhn framleiðir einnig áburðardreifara, eiturúðara, sláttuarma og sáðvélar. Á Agritechnica sýningunni í Hanover 2003 hlaut Kuhn m.a. gullverðlaun fyrir “Accura” sáðtæknina sem sparar allt að 10-15 % af sáðkorni.

Myndbönd

Hér fyrir neðan má finna myndbönd af nokkrum tækjum frá KUHN sem verið hafa vinsæl á Íslandi í gegnum tíðina

GA 7501 og GA 8121 miðjumúgavélar

GF 1002 heytætlur

KUHN i-BIO

ProTwin 8100 taðdreifarar

GMD 1010 miðjuhengdar sláttuvélar

 

Vélfang notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á velfang.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur