Kverneland áburðardreifarar


Frá Kverneland bjóðum við þríþætta línu af áburðardreifurum. EL 1400 lítra, tveggja skífu dreifara með sjáfstæðri vökvaopnun á hvorum disk, jaðardreifibúnaði og yfirbreiðslu. HL 2550 og 3225 lítra, ýmist með vökvaopnun eða   rafstýringu. Hugsaðir fyrir þá sem vilja einfalda rúmtaksmikla dreifara.

CL GeoSpread 2800 rekur smiðshöggið á dreifaralínuna. Búin fjölda af viktarsellum, Tellus Pro stjórntölvu er þessi GPS tengdi dreifari einn alfullkomnasti og besti áburðardreifari sem völ er á. GPS stýrðum dreifurum fylgir ávallt full kennsla.
Búnaður allra tækja byggir á áratuga notkun við aðstæður hérlendis og er árangur af góðu samstarfi Vélfangs og íslenskra bænda.