Kvernaland Field semninar, fjölþætt kynning og námskeið á tækjum og tæknibúnaði til jarðræktar var haldið í nágrenni Leipzig 10 – 14 September. Fyrirlestrar skipuðu nokkurn sess en megnið af vinnunni fór fram úti á akrinum. Megináhersla var lögð á að kynna mismunandi samsetningu á tækjakosti til jarðyrkju. Sem dæmi má nefna hefðbundna aðferð, plægingu, pinnatætingu með valtara og sáningu í kjölfarið sem og styttri leiðir á borð við að grunnherfa stöngul og jurtaleifar strax að lokinni uppskeru til að flýta niðurbroti og varðveita áburðargildið og fullvinna síðan akurinn með sambyggðu herfi og sáðvél að vori. Þá var og ítarlega farið í gengum tæki til jarðvegslosunar (sub soilers), þar sem plógbotninn og jarðvegurinn í heild sinni er brotin upp til loftunar. Það er svo háð aðstæðum hvort verið er að drena jarðveginn í leiðnni eða auðvelda plöntum að sækja vatn neðar í jarðveginn. Tækni sem lengi hefur fylgt Kverneland er Pacomat, eða valtarar tendgir beint á plóga, er brjóta niður köggla, jafna og þjappa jarðveginn og halda rakanum í yfirborðinu. Hugbúnaðarstudd jarðvinna er sívaxandi þáttur og Kverneland er með sérdeild sem sinnir þeim geira undir merkjum IM Farming. Þar er búnaður á borð við Tellus stjórnboxið sem nota má við dráttarvélar jafn með eða án Isibus tenginga. Eðlilega er margt í evrópskri akuryrkju sem ekki fellur beint að hérlendum aðstæðum en fjöldi tækja á borð vð 150 S plóginn, Pacomat, CLC Pro og CLC Evo sambyggð jarðvinnutæki og Kverneland Qualidisc diskaherfið ofl eru tæki sem vert er að gefa fullan gaum.
Flest þessi tæki má finna á Kverneland rásinni á youtube http://www.youtube.com/kvernelandgrp undir Kverneland soil equipment.
Flest þessi tæki má finna á Kverneland rásinni á youtube http://www.youtube.com/kvernelandgrp undir Kverneland soil equipment.
facebooksíða Kverneland frá Leipzig
https://www.facebook.com/media/set/?set=a.260014350768241.37365.171852606251083&type=1
Fullvinnsla, völtun og sáning í einni umferð.
CLC Pro classic stubble cultivator. Hér stilltur til að vinna grunnt og blanda plöntuleyfum við jarðveginn.
Qualidisc 300. Getur unnið grunnt líkt og CLC en sömuleiðis hannað til fullvinnslu á plógstrengi.
Hér með áfastri sáðvél, sem nota má t.d. við sáningu á grasfræi.
IM Farming. Kynning á Tellus IsoMatch stjórnbúnaðinum.
Tellus stjórnboxið hér tengd Accord Exacta CL EW áburðardreifara.
CLC Pro hér klár sem subsoiler til að djúprippa jarðveginn. Kverneland knock on oddar af mismunandi breiddum eru notaðir eftir
því hversu djúpt er unnið.
Kverneland Actipack roller. Tennt kefli með afsköpum og fjöðrum á milli. Mylur, þjappar og rásar jarðveginn undr sáningu.
Takið eftir hæðarstillinguni á keflinu. Þyngd og vinnsludýpt á stillt augabragði.
Kvereland Pacomat á plóg.
Sveifinn ofan á pakkernum stilliir þrýstinginn á svörð. Létt og þyngt að vild til að mæta aðstæðum hverju sinni.