Nú þegar við sjáum vonandi fyrir endann á bölvaðri veirunni ætlar starfsfólk Vélfangs að gera sér glaða daga. Við ætlum að slá saman árhátíðum, óvissuferðum og jólahlaðborðum sem hafa orðið veirunni að bráð og ferðast innanlands. Þess vegna verður fyrirtækinu lokað sem hér segir:
- Fimmtudagur 21. október – Lokað 14-17
- Föstudagur 22. október – Lokað allan daginn
Vonum að þetta valdi ekki of miklum óþægindum, sjáumst og heyrumst hress mánudaginn 25.10.2021
Kveðja, starfsfólk Vélfangs