Dagana 28 -30 apríl býður Vélfang í samstarfi við Kverneland verksmiðjurnar til plæginganámskeiðs. Leiðbeinandi er Stein Kverneland sem alin er upp við plóga og plægingar og hefur áratuga reynslu í starfi. Kennsla fer fram á ensku og íslensku.
Kverneland plógarnir eru lifandi goðsögn allra sem bera járn í jörð. Hannaðir og þróaðir við krefjandi aðstæður í grunnum og grýttum jarðvegi, þar sem bændur vilja komast af með litlar og meðalstórar dráttarvélar. Hertir í eldi í bókstaflegri merkingu þess orðs, en stálið í Kverneland plóga er allt hitameðhöndlað með einstökum hætti er gefur hámarks styrk á móti þyngd. Forvitnilegt er að skoða heimsmeistarakeppni í plægingum er fram fer ár hvert. Af 30 efstu þátttakendum, eru að jafnaði 26 – 29 þeirra sem kosið hafa Kverneland póga sér til halds og trausts.
Námskeiðið fer fram á eftirfarandi stöðum.
28 apríl. Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri. Bútækni húsið.
29 apríl. Búaðföng Stórólfsvelli við Hvolsvöll.
30 apríl Vélfang Akureyri, Frostagötu 2.
Námskeiðið stendur frá 10:30 – 16:00 alla daganna. Til hægðarauka er námskeiðinu skipt í tvo hluta. Farið er yfir tengingar, búnað og stillingar plóga undir þaki á hverjum stað. Að því loknu er stefnan tekin út á akurinn og áframhaldandi verkleg kennsla á sér þar stað.
Námskeiðið er öllum opið og án endurgjalds. Af hagkvæmnisástæðum er æskilegt að þeir sem sækja okkur heim skrái sig hið fyrsta, og helst ekki síðar en 23 apríl, verði því við komið. Það gefur okkur líka tækifæri á að vísa þáttakendum hvern á annan til að sameinast um farkost.
Á hverjum stað verður kennt á sem breiðasta línu af Kverneland plógum. Hina klassísku AB/AD plóga með breytilegri sporvídd og strengbreidd. ES vendiplóga og hin byltingarkennda 150 S Variomat vendiplóg. Plógur sem er heilsmíðaður úr hitameðhöndluðu stáli sem gerir það að verkum að nota má hann við léttar dráttarvélar, lágar í hestöflum með hóflega lyftigetu á þrítengibeisli.
Skráning er í símum 580-8203 & 8400-823 og á netfangið ske@velfang.is
Við þökkum Landbúnaðarháskóla Íslands og Búaðföngum fyrirfram fyrir að greiða götu okkar við þennan þarfa viðburð.
Hlökkum til að sjá ÞIG.