Vegna mikillar sölu hefur Vélfang bætt við sig tveimur nýjum sölumönnum. Reyndar er hvorugur þeirra sérstaklega nýr því um er að ræða algjöra reynslubolta á sínu sviði.
Fljótlega eftir ármót hóf Þórarinn Sigvaldson störf hjá Vélfangi en Þórarinn þarf ekki að kynna fyrir íslenskum bændum enda hefur hann sjálfsagt heimsótt fleiri bændur á Íslandi en nokkur annar sölumaður nema ef vera skyldi fyrir utan Herbert Guðmundsson. Tóti er gríðarlega öflugur sölumaður og er nú þegar búinn að finna nokkrum CLAAS dráttarvélum íslensk heimili ásamt hinum og þessum öðrum tækjum. Þar fyrir utan er Tóti einkar góður félagi með skemmtilegar skoðanir á hlutunum. Það hefur aldrei verið leiðinlegt að vinna í Vélfangi og ekki hefur það versnað eftir að Tóti byrjaði svo mikið er víst. Síminn hjá Tóta er 8400 828 og tölvupósturinn toti@velfang.is
Árið 2009 tók Vélfang við sölu og þjónustu á JCB vinnuvélum og lyfturum og hefur salan aukist jafnt og þétt síðan þá. Því hefur nýr sölumaður verið ráðinn til að selja JCB vinnuvélarnar og er það enginn annar en Sigurjón P. Stefánsson en hann var sölustjóri JCB á Íslandi á árunum 1984 til 2005. Sigurjón er nú þegar komin á fullt í fræðin og búinn að dusta rykið af JCB ræðunni og hefur hann samt ekki skort orð hingað til. Hægt er að hafa samband við Sigurjón í s. 8400 827 eða með tölvupósti sigurjon@velfang.is
Einnig hafa orðið mannabreytingar á Akureyri en þar hefur Hermann Hafþórsson tekið við keflinu af Örvari sem nú heldur til annarra starfa. Eru honum þökkuð vel unnin störf og óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi. Hermann er hins vegar borinn og barnfæddur Eyfirðingur og alinn upp á verkstæði föður síns Hafþórs Hermannssonar. Hermann er harðduglegur, sjálfbjarga og hefur mikla reynslu af viðgerðum þrátt fyrir ungan aldur og vonum við að bændur og verktakar taki honum vel. Vélfang á Akureyri er fyrirtækinu mjög mikilvægt og við hjá Vélfangi erum stolt af því að hafa haft opið á Akureyri í gegnum alla kreppuna og hafa aldrei gefið eftir í þjónustu við viðskiptavini okkar frá A-Húnavatnssýslu og til Egilsstaða. Tímapantanir á verkstæði hjá Hermanni eru hjá honum sjálfum í s. 8400 826 eða hermann@velfang.is