Nýr Fendt 207 VF Vario dráttarvél


Eyjólfur og Skarphéðinn hjá Vélfangi afhenda Brynjari Kjærnested hjá Garðlist nýju vélina

Garðlist kaupir nýja vél

Vélfang ehf. afhenti á dögunum Fendt 207 Vario dráttarvél til Garðlistar ehf. í Kópavogi. Um er að ræða fyrstu vél af þessari tegund á Íslandi en þetta er minnsta Fendt dráttarvélin eða 70 hestöfl með stiglausri Vario skiptingu.

Vélin er aðeins 138 cm á breidd og sérhönnuð til snjómoksturs og hálkueyðingar á göngustígum yfir vetrartímann en yfir sumartímann er vélin ætluð til sláttar á umferðareyjum og öðrum grænum svæðum í þéttbýli. Vélin er einkar vel búinn eins og áður segir og sú eina sinnar tegundar sem hönnuð er sérstaklega fyrir sveitarfélög og verktaka í þéttbýli. Garðlist sérhæfir sig í þjónustu við einstaklinga, fyrirtæki og sveitarfélög í öllu sem lýtur að garðaumhirðu og vetrarþjónustu og hefur verið starfandi frá árinu 1989. sjá nánar á www.gardlist.is

Vélfang ehf. er umboðs- og þjónustuaðili fyrir verktaka og landbúnað og er með umboð fyrir þekkt merki á því sviði í heiminum m.a. Fendt dráttarvélar, JCB vinnuvélar, Shibaura smávélar, Parkland sláttuvagna, CLAAS dráttarvélar og heyvinnutæki, KUHN landbúnaðarvélar og Kverneland landbúnaðartæki.

http://youtu.be/cTKaXf1IuiM