Tíminn líður, klukkan tilfar, brátt er komið vor. Að gefnu tilefni viljum við minna bændur og búnaðarfélög á að huga strax að pöntun jarðvinnutækja fyrir vorverkin 2014 sé ætlunin að fjárfesta í þeim. Afgreiðslufrestur frá verksmiðjum lengist dag frá degi, Við höfum vissulega tryggt okkur nokkurt magn tækja á lager. En það gengur hratt á þau þessa dagana. Það sama á við um tæki í búfjáráburð s.s haugsugur, haugdælur, skrúfuhrærur ofl. Þar er afgreiðslufrestur 8-12 vikur. Meðfylgjandi myndir tæpa á broti af því gríðarlega úrvali tækja til vorverka er Vélfang selur. Tæki sem fyrir löngu hafa sannað sig við íslenskar aðstæður og eru því gjarna fyrsti kostur þegar kemur að fjárfestingum bænda og búnaðarfélaga. Til hamingju með bóndadaginn.
Sambyggð haughræra og dæla frá Brand
Brand liðhærar. Byltingarkennd lausn sem hlotið hefur fádæma viðtökur bænda
Redrock haugsuga með niðurfellingarbúnaði. Fjöldi stærða, dekkja og búnaðar í boði.
Kuhn ProTwin Tveggja snigla taðdreifari. Öflugur dreifibúnaður tryggir jafna drefingu. Vökvaopnun. Stillanlega dreifibreidd.
Jöfn dreifing á öllum gerður af skít. Allt að 18 m dreifibreidd.
Kverneland AB og AD plógar með fjaðraútslætti. AB með handvirkar færslur á streng og sporvídd. AD með vökvafærslur.
Rísandi stjarna Kverneland 150 S með breytilegri strengbreidd og fjaðraútslætti. Afgreiddu með öllum búnaði Kverneland plóga
Kverneland CLC Evo Wings plógherfi með diskum til fullmyldingar og hinum einstaka Actipack roller fyrir yfborðs og djúpvöldun
Kverneland plógherfi með tvöfalldri diskaröð
Kverneland CLC fjaðraherfi. Þrautreynt við hérlendar aðstæður. Fáanlegt í mörgum vinnslubreiddum og útfærslum
Tennt spírallaga tandemkefli rekur smiðshöggið. Aftara kefli hefur minna ummál og mylur allar köggla sem sleppa í gegn.
Kverneland Accord. Frumkvöðlar í loftsáðvélum. Fáanlegar sem stakar vélar eða sambyggðar jarðvinnutækjum.
Kuhn EL 162 300 Hnífatætari með gaddakefli. 1711 kg mulningsvél ætlarður dráttarvélum frá 60 – 165 hestöfl.
Kuhn HR 6003 DRC Samanbrjótanlegt 6 metra rótherfi (pinnatætari). Þegar í vinnu hér á landi og fleiri á leiðinni. Alvöru afköst.
Kuhn Premia 300 fjölsáðvél, Fæst með kassa fyrir grasfræ. Aðgengileg, auðstillt, fjölhæf og níðsterk vél. Kjörin til sameignar
Kuhn Premia 300 hér sýnd sem hluti af setti við fullvinnslu og sáningu í einni umferð. Vinnu- og olíusparnaður sem um munar
Kverneland Accord EL áburðardreifari. Alltaf tveggja skífu, alltaf tveggja sekkja og alltaf með jaðardreifibúnaði.
Tume Greenmaster grassáðvél. Frækassi og sáðrör byggð inn í sterkan ramma. Sáðrör leidd gegnum ramma til styrkinar.
Öflugt stillanlegt eftirherfi. Þjónar bændum og búnaðarfélögum víða um land.