Shibaura

Shibaura

Shiabaura machinery var stofnað árið 1950 af Toshiba corp. og IHI samsteypunni. Framleiðslan var í upphafi bundin við mótora, garðsláttuvélar og slökkvidælur. Árið 1961 hófs síðan framleiðsla á heildarlínu smátraktora upp að 40 hp ásamt úrvali fylgihluta fyrir traktorana. Shibaura rekur tvær verksmiðjur. Önnur þeirra framleiðir um 40,000 traktora á ári og í hinni er fram leidd breið lína sláttuvéla og smávéla á borð við sláttuorf, hekksláttuvélar, laufsugur, rafstöðvar, slökkvidælur ofl.

Shibaura er í dag eitt af dótturfyrirtækjum IHI samsteypunnar sem er leiðandi fyrirtæki í ýmsum greinum. Af framleiðsluvörum IHI má nefna hátækni búnað til geimvísinda, orkuver, brýr, iðnaðar og þungavinnuvélar og skipasmíði. Ársvelta IHI er um 8,6 milljarðar bandaríkjadala, en hjá samsteypunni starfa um 13,000 starfsmenn. Hjá Shibaura starfa 1080 starfsmenn.

Framleiðsluvörur Shibaura eru sem fyrr segir dráttarvélar, sláttuvélar, og fjölnota tæki fyrir sláttuvélar, götu – og gangstétta sópa, snjóplóga, jarðtætara og hvað annað sem framkvæma þarf. Hágæða vélar með nær óendanlegt notagildi gera Shibarua að hagkvæmum kosti fyrir sveitarfélög, verktaka, bændur og einstaklinga. Shibaura setur sér það markmið að bjóða einungis þekkt og sterk vörumerki til sölu með framleiðslu sinni og má þar nefna vörumerki á borð við Kuhn, Lewis ámoksturstæki og “backhoe”, Wiedenmann snjóplóga og sláttuvélar með safnkassa ofl.

Shibaura er fyrirtæki í fremstu röð á sínu sviði með sterka markaðshlutdeild á heimsvísu. Vörur fyrirtækisins hafa verið seldar á Evrópumarkaði síðan snemma á áttunda áratugnum. Til að styrkja þjónustu og markaðststarf var Shibaura Europe stofnað árið 1991 með aðsetur í Hollandi. Staðsetning Shibaura Europe í Hollandi þýðir  að hægt er að fá allar vörur fyrirtækisins á tveimur vikum frá pöntun og allar neyðarpantarnir varahluta eru til afgreiðslu á einum sólarhring.

Nánar um Shibaura

Nánar um Shibaura GT161 garðtraktora

Nánar um Shibaura ST 18-45 hestafla dráttarvélar

Nánar um Shibaura CM framsláttuvélar og fjölnotatæki

Nánar um Shibaura golfvallarsláttuvélar

Nánar um aukahluti fyrir Shibaura vélar

 

 

Vélfang notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á velfang.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur