Stórar smávélar

Nú þegar fjöldi sveitarfélga er að gera fjárhagsáætlanir er rétt að minna á vörulínu Shibaura, en meðal annars framleiðir þetta öfluga japanska fyrirtæki einhverjar sterkustu smávélar sem völ er á. Fádæma lág bilanatíðni og einstakt rekstraröryggi þekkja þeir sem nú þegar eiga Shibaura vélarnar. Nægir þar að nefna HST 333 vökvaskiptar dráttarvélar og fjölnotavélar á borð við CM 364 og 374. Til viðbótar við nýlega heildstæða línu golfvallasláttuvéla, hefur Shibaura bætt nýju flaggskipi í flotann en það er ST 460, 60 hestafla vökvaskipt 4wd dráttarvél er skilar 50 hp á afúttak. Þriggja drifa vél með 24/24 gírkassa með skriðgír og kúplingsfríum vendigír, tveggja hraða aflúttaki og 66, 3 lítra vökvadælu ásamt tæplega tveggja tonna lyftugetu á þrítengibeisli er gerir ST 460 að stórum smátraktor, sannarlega verðugasta valkosti sem sveitarfélög, stofnanir og verktakar geta fundið í þessum flokki véla.
Okkur er líka sönn ánægja að kynna samstarf okkar við þýska framleiðandan Matev er sérhæfir sig í farmleiðslu á smátækjum og aukahlutum fyrir minni dráttarvélar og fjölnotavélar. Sjáið nánar á www.matev.eu
Nánara um ST 460 má sjá hér. Kynnið ykkur heildar vörulínu Shibaura ásamt aukahlutum á www.shibaura.com þar sem sjá má heildstæðar lausnir fyrir sveitarfélög, verktaka, stærri húsfélög, fyrirtæki og stofnanir.
Hér að neðan má sjá brot af vörulínu Shibaura og aukahlutum.
 
 
ST 460 4wd vökvaskipt dráttarvél. Hörkudugleg og lipur vél.
 
ST 324 með sláttuvél undir miðju. „mid deck mower“
 
CM 214 fjölnotavél með sláttuvél án safnkassa.
 
33 hestafla vökvaskipt vél á grasdekkjum.
 
CM 214 mað framsláttuvél og húsi.
 
CM 364 Vökvaskipt, handvirkt eða auto 4wd allt eftir aðstæðum. Kemst allt og kemst alls staðar að.
 
GT 161. dieselknúin, 20 hestafla vökvaskiptur smátraktor. Hér sýnd með sláttuvél undir miðju. Fánleg með húsi og fjölbreyttum búnaði.
 
GT 161 með götusóp. mikið notaður valkostur til hreinsunar á snjó á vetrum og til almennra starfa við hreinsun yfir sumartímann.
Fæst t.d með salt/sanddreifara eða áburðardreifara til notkunar að sumarlagi. Öflugur heilsárs traktor.
 

ST 324 á grasdekkjum. 
ST 318 Beinskipt vél með framlyftibúnað og ámoksturstæki. Lifur og fjölhæf með afbrigðum.
 
 
CM 374 4wd, Vökvaskipt með framsláttuvél og safnkassa með hálosunarbúnaði.  Stýrishjól að aftan tryyggja að þessi kemst alls staðar að á tjaldsvæðum og þarf sem slá þarf undir limgerði, skjólbelti og víðar.
 
Ökummannshús, grasdekk, og vökvalyftur frambúnaður. þessar vélar eru gjarna teknar með einum dekkjagang á felgum með garsdekkjum fyrir sumarvinnuna og öðrum með hefðbundnu traktorsmynstri til starfa yfir vetrartímann.
 
ST 280 Slopemaster hallasláttuvél. þyndarpunkturinn mjög neðarlega. Breið og stöðug vél, sérhönnuð yfir hljóðmanir og brekkur. Leikur sér að 25°halla og er hönnuð til að renna undan halla ef hann er of mikill.
Takið eftir því hvernig sætinu er hallað til að ökumaðurinn sitji uppréttur og bæti í leiðinni stöðugleika vélarinnar.
 
Breið og stöðug. Öll þyngd færð eins neðarlega og gerleg er.
 
Fullbúið Walter Mauser hús.
 
Brautarsláttuvél fyrir golfvelli.
 
Yfirborðsjöfnun. Þarna er ST 324 komið á hefðbundinn dekk með traktorsmynstri.
 
Og síðan á super flotation balloon tyres. Dekk sem ætluð eru á golfvelli eða á annað undirlag þar sem ekki mega sjást spyrnuför.
Munið að þetta er aðeins lítið brot þess víðfeðma aukabúnaðar sem í boði er frá Shibaura og samstarfsaðlium þeirra og Vélfangs.