TUME NOVA COMBI – BEST Í PRÓFUNUM!

Finnska landbúnaðartímaritið Konevieasti hefur framkvæmt prófanir á sáðvélum sem teygja sig yfir 4 sáningartímabil. Í 16. tölublaði Koneviesti, sem kom út þann 21.12.2009, er grein um prófun þess árs.Það voru prófaðar fimmtán sáðvélar sem allar sáðu vorrepju og Tume Nova Combi reyndist gefa mestu arðsemina. Það sýnir sig með þessari könnun og öðrum sem birtar verða á næstu dögum að Tume sáðvélarnar eru þær einu sem erindi eiga við íslenska bændur þegar kemur að því að sá fræi og áburði í sömu sáðrás til að hámarka uppskeruna.

Nú á dögunum fékk Saurbær ehf. í Skagafirði afhenta NovaCombi 3000 frá Tume og er byrjaður að taka niður pantanir á sáningu fyrir vorið. Drangshlíðarbúið keypti fyrstu vélina sem kom til landsins vorið 2008 og Þórarinn bóndi hefur sáð í meira en 2000 hektara og vélin reynst einkar vel og skilað meiri uppskeru eins og til er ætlast.


Sáningin var framkvæmd af bændum og verktökum með mikla reynslu sem sáð hafa í mörg þúsund hektara, ásamt aðila frá umboði hverrar vélar. Þekking og færni var því eins og best verður á kosið fyrir hverja vél.Eftirlit var haft í öllum tilfellum nema hjá Bertini.

Allar sáðvélar sem fyrirfinnast á finnska markaðnum tóku þátt í prófuninni þar sem áherslan var lögð á tækni og hentugleika vélanna ásamt breytilegum kostnaði og þæginda af þessari aðferð sáningar.