Eins og sjá má hefur heimasíða Vélfangs nú verið uppfærð. Fjölmargar nýjungar líta nú dagsins ljós en þó ber hæst að nú má sjá stærri myndir af notuðum vélum eins og t.d. hér ,einnig er varahlutasíðan með nýju sniði en þar geta viðskiptavinir farið beint inn á heimasíðu birgja og fundið myndir og það sem til þarf til að panta varahluti. Með því að smella hér má finna þessa nýjung, einnig mega þeir sem skrá sig á póstlistann búast við fréttabréfum með ýmsum nýjungum. Við starfsmenn Vélfangs vonum sannarlega að viðskiptavinir Vélfangs geti nýtt sér heimasíðuna enn betur en hingað til og bendum sérstaklega á að hún er einnig tengd á Facebook.
Og svo getum við birt skemmtileg myndbönd eins og þetta 🙂