Þann 5. október nk. mun Vélfang leggja af stað í hringferð um landið og verður fyrsti sýningarstaðurinn á Hvanneyri og sá síðasti í Reykholti í Biskupstungum þann 16. október. Alls eru viðkomustaðirnir 28 og er m.a. farið um Vestfirði. Starfsfólk Vélfangs hefur staðið í samningaviðræðum við Veðurguðina og hafa þær viðræður gengið vel. Veður og færð gætu spilað stóra rullu á þessum árstíma en allt verður lagt undir til að tímasetningar standist. Þann 9. október verður svo haldin stórsýning við Vélfang á Akureyri að Frostagötu 2a frá 10-16 þar sem öllu verður til tjaldað. Um kvöldið fer svo fram formleg opnun umboðs Vélfangs á Akureyri enda ekki seinna vænna þar sem opnað var í desember 2014! Veislan hefst klukkan 18 og mun standa til 22 og verða léttar veitingar í boði.
Allir sem heimsækja okkur í ferðinni geta dottið í lukkupottinn ef þeir verða dregnir út í lok ferðar. En til þess þarf að skrá sig á þar til gerð eyðublöð og setja í stóra pottinn. Starfsfólk Vélfangs hlakkar til að hitta bændur og verktaka um allt land á þeirra heimavelli í október.
Kveðja Starfsfólk Vélfangs ehf.