Vélfang afhenti Pétri Friðrikssyni á Gautsstöðum CLAAS Axion 870 dráttarvél 28. Janúar sl. á Akureyri.
Óhætt er að segja að þarna fari ein af glæsilegri vélum landsins en vélin var „filmuð“ svört við komuna til landsins. Helsti búnaður á þessari CLAAS Axion 870 er eftirfarandi:
FPT mótor 295 hestöfl með 1267 Nm togi
Stiglaus Cmatic skipting mepð fjölmörgum stillingarmöguleikum
205 l/m vökvadæla
Framlyftubúnaður með 5,8t lyftigetur og aflúttaki
CEBiS stjórnkerfi með stórum skjá fyrir allar aðgerðir
Sjálfvirk miðstöð með loftkælingu
MP3 útvarp með handfrjálsum búnaði
7 rafstýrðar vökvasneiðar
24 stk. LED vinnuljós
ISOBUS sem gerir kleift að stjórna allt að 20 tækjum með CEBIS tölvunni
Í vélinni er búnaður sem leyfir eiganda og Vélfangi að ná sambandi við vélina með „appi“ sjá staðsetningu hennar, olíeyðslu, grein stjórnkerfi vélarinnar o.m.fl.
Eftir samráð við CLAAS voru eftirfarandi dekk valin undir vélina frá Trelleborg 710/70 R42 að framan og 600/70 R30.
Þetta er sannarlega ekki fyrsta vélin sem við afhendum Pétri en undanfarin ár hafa að jafnaði 3 CLAAS dráttarvélar sinnt störfum á Gautsstöðum ásamt t.d. CLAAS Rollant 455 UW rúllusamstæðu, CLAAS Disco sláttuvélum og fjölmörgum öðrum tækjum sem Vélfang hefur upp á að bjóða ma.a. frá KUHN, Kverneland og Redrock.
Okkur hjá Vélfangi langar að nota tækifærið og þakka Pétri og hans fólki fyrir traustið sem þau hafa sýnt okkur í gegnum tíðina og óskum honum innilega til hamingju með þessa nýju sleggju sem nú er að hefja störf á Gautsstöðum. Við látum nokkarar myndir af þessari stórglæsilegu vél hér fyrir neðan.