Vélfang ehf. afhendir Sandhólsbúinu nýja Fendt 724 Vario Gen6 dráttarvél

Í dag afhentum við Sandhólsbúinu nýja Fendt 724 Vario dráttarvél en þetta er fyrsta vélin sem kemur til landsins með nýja Gen6 ökumannshúsinu og Fendt One stýrikerfinu sem Fendt kynnti nýlega.

Nýja Fendt One húsið

 

Þessi Fendt dráttarvél er án vafa ein sú fullkomnasta ef ekki fullkomnasta dráttarvél sem komið hefur til landsins. Þrátt fyrir að vera hlaðin búnaði leggur Fendt mikla áherslu á að hafa stýrikerfið einfalt, notendavænt og sem myndrænast fyrir notandann. Fendt er íhaldssamt fyrirtæki og breyta engu bara til að breyta ef að það virkar þá er því ekki breytt og þeir sem kunna á 1999 árgerð af Fendt 700 þeir kunna líka á þessa nýju frábæru vél. Eins og allar aðrar Fendt vélar þá var þessi vél sérpöntuð fyrir kaupandann til að uppfylla þeirra notendaþarfir. Vélin er 240 hestöfl, stiglaus með frambúnaði og ámoksturstækjum og fullbúnu GPS kerfi. Hægt er að kynna sér helsta útbúnað Fendt Vario 700 Gen6 línunnar með því að smella hér.

Á myndinni má sjá hluta af eigendum og bústjórum Sandhólsbúsins taka við Fendt 724 dráttarvélinni en á myndinni eru Hörður Daði Björgvinsson, Arndís Harðardóttir, Stella Björk Harðardóttir, Ásgeir Marínó Harðarson og Sverrir Máni Harðarson. Óhætt er að segja að tíminn sé vel nýttur á Sandhólsbúinu en fjölskyldan lagði af stað 5 í morgun frá Efri-Ey til að sækja nýju vélina.

Sandhólsbúið hefur vakið mikla athygli fyrir metnaðarfullan búskap og þá sérstaklega hvað varðar mikla ræktun til manneldis en eftirfarandi texti var fenginn að láni af heimasíðu Sandhólsbúsins: Bærinn Sandhóll er í Meðallandi, Skaftárhreppi í Vestur-Skaftafellssýslu. Á Sandhóli er stundaður blandaður búskapur. Þar eru ræktaðar ýmsar nytjajurtir eins og hafrar, bygg og repja. Einnig er þar nautgriparækt og nytjaskógrækt.

Allur búskapur á Sandhóli einkennist af virðingu fyrir náttúrunni og að fullnýta afurðir. Ræktun er stunduð án notkunar skordýraeiturs, illgresiseyðis og annarra óæskilegra efna. Hálmur af ökrum er nýttur sem undirburður fyrir nautgripi. Repjuhrat sem verður til við kaldpressun repjufræs er nýtt sem próteingjafi í fóður nautgripa. Bygg og hafrar, sem ekki eru notaðir til manneldis eru einnig notaðir í fóður og eina aðkeypta innihaldið í fóðri nautgripanna eru steinefni. Þá er búskapurinn að fullu kolefnisjafnaður af skógræktinni og gott betur.

Hægt er að kynna sér starfsemina á Sandhól með því að smella hér

Við hjá Vélfangi þökkum Sandhólsbúinu kærlega fyrir viðskiptin og traustið sem þau hafa sýnt okkur í ferlinu en viðskipti eru ekkert annað en samvinna og samstarf á milli aðila.