Vélfang ehf tekur við umboði fyrir Strautmann GmbH á Íslandi

Vélfang ehf hefur tekið við umboði fyrir hinn rótgróna þýska landbúnaðarvéla­framleiðanda Strautmann GmbH á Íslandi. Með þessu bætist öflugur framleiðandi í vöruúrval Vélfangs, sem hefur áratuga reynslu af því að þjónusta íslenskan landbúnað með hágæða vélum og lausnum.

Strautmann hefur starfað í meira en 90 ár og er þekktur fyrir áreiðanleika, tækninýjungar og breitt vöruúrval. Sérstaklega má nefna:

  • Sjálfhleðsluvagna (Magnon, Zelon og Giga-Vitesse línur) sem skila hámarksafköstum við íslenskar aðstæður.Magnon 11 saxar fóður niður í 22 mm sem er mesta söxun sem í boði er á markaðnum.
  • Taðdreifara  sem tryggja jafna dreifingu og styrk og gæði.
  • Fóðurvagna og blandara 4-45m3 sem bæta gæð fóðurs og spara vinnuafl.
  • Flutningavagna (Gigant og SMK línur) sem henta fyrir fjölbreytta notkun í flutningum á akri og vegi.
  • Blokkskera þekktir fyrir gæði og einfaldleika sem gera fóðrun einfaldari og hagkvæmari þegar fóður er tekið úr stæðu.

„Við erum afar stolt af því að fá Strautmann í okkar vöruúrval,“ segir Eyjólfur Pétur Pálmason, forstjóri Vélfangs ehf. „Sjálfhleðsluvagnarnir og taðdreifararnir eru sérstaklega mikilvægir fyrir íslenskan markað, en við sjáum einnig mikla möguleika í breiðri vörulínu Strautmann sem mun styrkja þjónustu okkar við bændur og verktaka.“

Með þessu nýja samstarfi hyggst Vélfang efla þjónustu sína enn frekar og tryggja viðskiptavinum bæði öfluga vélakosti og örugga varahluta- og verkstæðisþjónustu.

Hægt er að kynna sér nánar vörulínu Strautmann með því að smella hér

Nánari upplýsingar:
Vélfang ehf.
Sími: 580 8200
Netfang: velfang@velfang.is
Vefur: www.velfang.is