Vélfang ehf. umboðsaðili fyrir Schäffer á Íslandi

appl_23e_09

Vélfang ehf. og Schäffer Maschinenfabrik GmbH hafa undirritað samkomulag þess efnis að Vélfang ehf. mun framvegis sjá um sölu og þjónustu við Schäffer liðléttinga og hjólaskóflur á Íslandi. Þetta eru stór tíðindi fyrir okkur í Vélfangi en Schäffer bætist nú við gríðarsterka flóru vörumerkja og verður eitt af stóru vörumerkjunum ásamt Fendt, Claas, JCB, Kuhn og Kverneland. Vélfang hefur þegar hafið sölu á varahlutum og tækjum og eru fyrstu vélarnar á leiðinni til landsins. Schäffer var fyrsti liðléttingurinn sem kom til landsins á sínum tima og á sér gríðarstóran hóp viðskiptavina á meðal bænda og verktaka á Íslandi. Okkur hjá Vélfangi hlakkar til að takast á vð þetta verkefni og bjóðum eigendur Schäffer velkomna til okkar á Gylfaflötina í Reykjavík og nýja starfsstöð okkar á Óseyri 8 á Akureyri.

Schäffer Maschinenfabrik GmbH er einn af stærstu framleiðendum á litlum og meðalstórum hjólaskóflum í heiminum í dag. Vélar sem oft er kallaðar “liðléttingar” eru litlar hjólaskóflur með og án skotbómu notaðar við ýmsar aðstæður t.d. landbúnaði, landslagsgerð, hellulögn og annarri jarðverktöku. Allt frá minnstu vélum (1.400 kg) upp í liðstýrðar hjólaskóflur með skotbómu sem vega allt að 13 tonn. Schäffer er einn stærsti framleiðandinn í Evrópu eru þekktir fyrir nýsköpun og eru fljótir að aðlaga sig að þörfum markaðarins með gríðarlega breitt vöruúrval.

Ánægja viðskiptavina og sveigjanleiki í hönnun hefur gert Schäffer fyrirtækið að því sem það er í dag, einn af stærri framleiðendum á sínu sviði með meira en 60 ára sögu í framleiðslu slíkra véla. Það er markmið Schäffer að smíða bestu liðléttingana og þá skipta gæðin öllu máli. Schäffer liðléttingar setja öðrum viðmið þegar kemur að áreiðanleika, endingu og lágum rekstarkostnaði. Hvert tæki er smíðað með notkunarmöguleika, öryggi og þægindi ökumanns að leiðarljósi – það er Schäffer. Meiri upplýsingar um vöruúrval Schäffer má finna með því að smella hér

Vélfang ehf. er sölu- og þjónusutaðili fyrir tæki og vélar á sviði landbúnaðar og jarðverktöku og var stofnað árið 2004. Fyrirtækið er með starfsstöðvar bæði í Reykjavík og á Akureyri og flutti nýlega í stórglæsilegt húsnæði á Óseyri 8 á Akureyri. Helstu vörumerki fyrirtækisins eru nú Schäffer, Fendt, JCB, Claas, Kuhn og Kverneland.