Miðvikudaginn 24. janúar sl. hlaut Vélfang ehf. viðurkenningu frá Creditinfo fyrir að vera eitt af Framúrskarandi fyrirtækjum árið 2017. Aðeins 2,2% íslenskra fyrirtækja komast inn á listann eða 862 fyrirtæki af alls rúmlega 38.500 skráðum fyrirtækjum á Íslandi. Það er okkur í Vélfangi því mikill heiður að ná inn á þennan lista 3ja árið í röð en listinn er öflugur mælikvarði á styrk og stöðugleika fyrirtækjanna sem ná inn á listann. Til að ná inn á listann þarf að uppfylla fjölmörg skilyrði en þau eru:
Hafa skilað ársreikningi til RSK síðastliðin þrjú ár
Vera í lánshæfisflokki 1-3
Rekstrarhagnaður, EBITA, hefur verið jákvæður þrjú ár í röð
Ársniðurstaða hefur verið jákvæð þrjú ár í röð
Eiginfjárhlutfall 20% eða meira þrjú rekstrarár í röð
Framkvæmdastjóri er skráður í hlutafélagaskrá
Fyrirtækið er virkt skv. skilgreiningu Creditinfo
Eignir a.m.k. 90 m.kr. árið 2016 og 80 m.kr. 2015 og 2014
Vélfang ehf. hækkaði sig um 181 sæti á heildarlistanum á milli ára og endar nú í 370. sæti á heildarlistanum yfir Framúrskarandi fyrirtæki 2017. Þá er ánægjulegt að sjá hversu margir af viðskiptavinum Vélfangs, bæði bændur og verktakar standa sig vel í sínum rekstri og hækka sig á listanum.
Rekstur Vélfangs hefur gengið vel undanfarin ár, en árið 2016 velti félagið rúmlega 1.840 milljónum króna og skilaði ríflega 83,5 milljónum í rekstrarhagnað fyrir skatta. Eignir námu alls 447 milljónum og eigið fé var tæpar 135 milljónir með 30,2 % eiginfjárhlutfall.
Vélfang er sölu- og þjónustuaðili á vélum fyrir verktaka, bændur, sveitarfélög, sjávarútveg, fyrirtæki og stofnanir. Helstu vörumerki Vélfangs eru JCB, CLAAS, Fendt, Kuhn og Kverneland.