Vélfang er Framúrskarandi fyrirtæki Creditinfo árið 2019

Miðvikudaginn 23. Október sl. hlaut Vélfang ehf. viðurkenningu frá Creditinfo fimmta árið í röð fyrir að vera eitt af Framúrskarandi fyrirtækjum árið 2019. Aðeins um 2 % skráðra íslenskra fyrirtækja uppfylla kröfurnar og komast á listann. Það er okkur í Vélfangi því mikill heiður að ná inn á þennan lista fimmta árið í röð en listinn er öflugur mælikvarði á styrk og stöðugleika fyrirtækjanna sem ná inn á listann. Til að ná inn á listann þarf að uppfylla fjölmörg skilyrði en þau eru:

  • Fyrirtækið er í lánshæfisflokki 1, 2 eða 3
  • Ársniðurstaða var jákvæð rekstrarárin 2016–2018
  • Eiginfjárhlutfall var a.m.k. 20% rekstrarárin 2016–2018
  • Framkvæmdastjóri er skráður í fyrirtækjaskrá RSK
  • Fyrirtækið er virkt skv. skilgreiningu Creditinfo
  • Ársreikningi var skilað til RSK fyrir rekstrarárin 2016–2018
  • Ársreikningi fyrir rekstrarárið 2018 var skilað á réttum tíma skv. lögum
  • Rekstrarhagnaður (EBIT) var jákvæður rekstrarárin 2016–2018
  • Rekstrartekjur voru a.m.k. 50 milljónir króna rekstrarárin 2017 og 2018
  • Eignir voru a.m.k. 100 milljónir krónar rekstrarárin 2017 og 2018 og a.m.k. 90 milljónir króna rekstrarárið 2016

 

Þennan góða árangur 5 ár í röð ber að þakka frábæru og traustu starfsfólki fyrirtækisins ásamt traustum hópi viðskiptavina.

Þá er ánægjulegt að sjá hversu margir af viðskiptavinum Vélfangs, bæði bændur, verktakar og sjávarútvegsfyrirtæki standa sig vel í sínum rekstri og fjölmargir þeirra hlutu viðurkenningu í ár.

Vélfang er sölu- og þjónustuaðili á vélum fyrir verktaka, bændur, sveitarfélög, sjávarútveg, fyrirtæki  og stofnanir. Helstu vörumerki Vélfangs eru JCB, CLAAS, Fendt, Kuhn og Kverneland. Vélfang rekur starfsstöðvar í Reykjavík og á Akureyri.