Verkstæði

Hafið samband við verkstæði með því að senda tölvupóst á verk@velfang.is

Vélfang ehf. á og rekur tvö verkstæði, eitt á Akureyri og annað í Reykjavík.

Verkstæðin okkar eru skipuð reynsluboltum í faginu sem annast alla þjónustu við þær vélar og tæki sem við seljum.  Hvort sem það er venjulegt viðhald eða flóknar viðgerðir leysa starfsmenn okkar verkin fljótt og örugglega af mikilli fagmennsku.

Við gerum einnig út nokkra verkstæðisbíla sem þjónusta viðskiptavini okkar, hvort sem er stórvirk beltavél eða heyvinnutæki þá þurfa þau öll þjónustu einn daginn, þá erum við reiðubúin að koma á staðinn, bilanagreina og framkvæma þær viðgerðir sem hægt er án flutnings á verkstæði.

Eitt af okkar markmiðum er að vélar og tæki frá okkur stoppi sem styst ef þau stoppa á annað borð.  Þannig reynum við að aðstoða verkstæði á landsbyggðinni til að sinna sínum viðskiptavinum sem eiga tæki frá okkur á sem bestan hátt með upplýsingagjöf og leiðbeiningum.

Við erum ávallt reiðubúin að aðstoða viðskiptavini okkar með tæknilegum fyrirspurnum. Hins vegar, til að tryggja stöðuga og skilvirka þjónustu, viljum við vekja athygli á því að víðtæk eða ítarleg aðstoð – þar með talin endurtekin símtöl, nákvæm bilanaleit eða þjónusta utan hefðbundinna þjónustusamninga – getur verið gjaldskyld. Ef upplýsingarnar varða vél sem enn er í ábyrgð, verður ekki rukkað fyrir þjónustuna. 

Gjöld miðast við þann tíma sem fer í að veita upplýsingarnar og eru samkvæmt gildandi tímagjaldi. Reikningar verða sendir í heimabanka viðskiptavinar. 

Vélfang notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á velfang.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur