Á slóðum Kuhn, froska og leðurblaka!


Allur hópurinn fyrir utan CLAAS verksmiðjurnar í METZ í Frakklandi

Konurnar völdu sér að sjálfsögðu “Gull-Fendt”

Fyrir nokkru greindum við hér á naut.is frá fyrirhugaðri ferð Vélfangsmanna með hóp af íslenskum bændum til Þýskalands og Frakklands, þar sem átti m.a. að heimsækja landbúnaðarsýninguna SIMA.

 Ferðin tókst einstakleg vel að sögn Skarphéðins Erlingssonar, sölu- og markaðsstjóra Vélfangs. Við gerðum mikið góða ferð um Þýskaland og Frakkland. Heimsóttum verksmiðjur Fendt, CLAAS og KUHN. Kynntum okkur framleiðslu þeirra, gæðastýringu, úrval tækja og nýjungar. Hópurinn taldi 59 manns og fór vel um fólkið í rútunni enda lagði Pavel bílstjóri sig allan fram um að okkur liði vel, sagði Skarphéðinn í viðtali við naut.is.

Aðspurður um hvað hafi vakið einna mesta athygli þá sagði hann að venju samkvæmt hafi verið mikið fjör á prófunarbrautinni hjá Fendt, þar sem fjöldi bænda reynsluók dráttarvélum sér til ánægju. Fendt er nú í miðju stækkunarferli á verksmiðjunum og í september 2012 er markmiðið sett á framleiðslu 20.000 véla á ári.
 
Hópurinn heimsótti einnig CLAAS í Bad Saulgau og var farið á bændabýli þar sem rekin var ferðaþjónusta í bland við mjólkurframleiðslu og metanvinnslu. Afar áhugaverð starfsemi og vel styrktur liður í viðleitni þýskra stjórnvalda til að auka þátt grænnar orku í orkubúskap þjóðarinnar. Þar sáum við dráttarvél sem ekur bæði á diesel og repjuolíu, sagði Skarphéðinn og bætti við: Hjá Kuhn bar það helst til tíðinda bygging nýjar verksmiðju sem framleiðir allar sáðvélar ásamt stærri tækjum s.s. dragtengdar sláttuvélar og stærri jarðvinnslutækjum. En það gengur svo sem ekki þrautalaust að byggja hjá vinum okkar í Evrópusambandinu, þar sem ryðja þurfti burtu skóg þurfti Kuhn að gróðursetja helmingi fleiri hríslur annarsstaðar.

Sprengusvæði frá seinni heimsstyrjöldinni uppgötvaðist einnig við uppgröft og þar hafði heriðrað um sig sérstök tegund froska! Ekki mátti hreyfa við íbúunum og því liggur mjög sérstakur, hrörlegur skógur meðfram verksmiðjunni þar sem froskarnir búa nú í friði. Eins og allt þetta hafi ekki verið nóg þá voru æfingaskotbyrgi frá hernum sem átti að rífa niður en viti menn þar hafði hreiðrað um sig sérstök tegund af leðurblökum sem ekki mátti hrófla við og því standa byrgin enn í frekar miklu ósamræmi við glæsilegar verksmiðjurnar, en heyrst hefur að vel fari um leðurblökurnar. Í lok ferðarinnar var svo komið til Parísar þar sem hópurinn naut leiðsagnar Kristínar Jónsdóttur.

Að síðustu var svo sjálf SIMA sýningin sótt heim en hún var með hefðbundu sniði með megin áhersla á jarðrækt, uppskeruvélar og dráttarvélar, með fleiru í bland. Umhverfis París eru stærstu jarðræktarhéruð Frakklands og sýningin litast eðlilega af þvi.
 
Þegar Skarphéðinn var spurður um hvað helst hafi verið að sjá á sýningunni, sagði hann erfitt að velja eitt umfram annað enda hafi margt borið fyrir augu. Hjá JCB vakti athygli okkar sérhæfður skotbómulyftari til landbúnaðar. JCB 515-40 lægri, styttri og léttari en hefðbundnir lyftarar, án þess að nokkru sé fórnað í skilvirkni eða aðbúnaði ökumanns. Er 515-40 ætlaður til notkunar jafnt inni sem úti. Tæki sem kemst um í þrengslum nánast eins og skriðstýrð vél. JCB 403 liðléttingurinn sker sig líka frá öðurm slíkum í   hönnun. Til dæmis er hann búin spólvörn sem færir átak á milli hjóla, enda byggir þessi liðléttingur á áratuga reynslu JCB í framleiðslu á stórum hjólaskóflum.
 
Nýja KUHN Premia fjölsáðvélin var einnig sýnd þarna nú hún er nú fáanleg með sambyggðri grassáðvél, með gangpalli á milli vélanna. Sterkbyggð og einföld í notkun og þetta kjörin vél til sameignar eða í verktöku. Sérstaka athygli mína vakti góður frágangur á sáðrörum og einfaldar stillingar og lokað innbyggt gírboks. Einnig vakti athygli hversu mikinn sess nýja i-BIO vélin hlaut á Kuhn sýningarsvæðinu, en það kom okkur Íslendingunum ekkert sérstaklega á óvart enda vélin reynst með eindæmum vel hér á landi.
 
Að sögn Skarphéðins var sýningarsvæði CLAAS vinsælt og ávallt mikið af fólki þar, etv. vegna þess a á sýningunni var hulunni svipt af Axion 900 vélinni, sem er ný dráttarvél sem er 280-400 hestaöfl. Einnig kynnti CLAAS fyrir hópnum sérþekkingu sem þeir hafa aflað sér á þreskingu á repju til olíuframleiðslu, en þar ber helst að nefna VARIO skurðarborðið, en það er talið alveg nauðsynlegt til að hámarka uppskeruna.
 
Ferðahópurinn var einkar skemmtilegur, samrýmdur og frábærir ferðafélagar sem kom allstaðar af landinu og viljum Vélfangsmenn nota tækifærið og þakka fyrir sérstaklega góða viðkynningu, sagði hinn síhressi Skarphéðinn að lokum í viðtali við naut.is. /SS
 
Frétt af naut.is