Afhending á Fendt í Þykkvabæinn


Það skemmtilegasta sem við gerum er að afhenda ánægðum viðskiptavinum vélar. Í þetta skiptið afhentum við tær Fendt dráttarvélar á innan við ári til fjölskyldunnar í Hrauki í Þykkvabænum. Í júní árið 2023 fengu Guðni og Lilja afhenta nýja Fendt 314 Vario með ámoksturstækjum á uppskerudekkjum (Rowcrop). Og nú í apríl komu þau til okkar og sóttu Fendt Vario 720 dráttarvél sem kemur til með að taka á því í jarðvinnslunni í vor. Guðni og Lilja reka fyrirtækið Garðagull en það má betur kynna sér með því að smella linkinn https://islenskt.is/bondi/gardagull/ en þau rækta íslenskar gæðakartöflur.
Við þökkum Garðagulli og fjölskyldunni fyrir viðskiptin og traustið sem þau sýna okkur með því að velja Fendt.

Hér má sjá þau Guðrúnu, Guðna og Lilju taka við Fendt Vario 720 í apríl 2024
Hér afhendir Martin sölustjori Fendt í N-Evrópu Guðna Fendt Vario 314 árið 2023