Afhending á nýjum JCB Teletruck

 

Dögun ehf rækjuvinnsla á Sauðárkróki, fékk í gær afhentan nýjan JCB Teletruck lyftara. Týpan er
TLT 35D4x4. Fjórhjóladrifinn með skotbómu og fjórhjóladrif, gerir Teletruck að þeirri útfærsla sem
sameinar kosti hefðbundins andvægislyftara og skotbómulyftara. Aðgengi, lipurð og vinnuhraði
eru þeir eignilekar sem lagðir voru til grundvallar við hönnun á JCB Teletruck línunni. Nánar má
sjá á samanburðartöflu hér.

Dögun er elsta starfandi rækjuvinnsla á landinu, hefur starfað óslitið frá 1984, og þróast á þeim tíma úr einfaldri og frumstæðri vinnslu í hátæknivædda vinnslu í fremstu röð á heimsvísu. Dögun er þekkt merki á innanlandsmarkaði, en framleiðir þó að langstærstum hluta til útflutnings. Bretland er stærsti markaður fyrir pillaða rækju, en rækjuna frá Dögun má þó finna víða um Evrópu, allt frá Finnlandi í norðri til Ítalíu í suðri.
Meðfylgjandi myndir voru teknar er Þröstur Friðfinnson framkvæmdastjóri Dögunar veitti lyftaranum viðtöku úr höndum Örvars Snæs Haraldssonar, starfsmanns Vélfangs á Akureyri.