AGCO FENDT opna þróuðustu dráttarvélaverksmiðju í heimi

Undir slagorðunum “Afhendum skilvirkni” vígði AGCO/FENDt nýja dráttarvélaverksmiðju í Marktoberdorf í liðinni viku. Nútímaleg, skilvirk og sveigjanleg er þessi 300 milljóna evra framkvæmd sú stærsta í sögu AGCO. FENDT dráttarvélar, flaggskip AGCO samsteypunnar, verða nú óháð stærð klæðskerasaumaðar á kílómeters langri framleiðslulínu. Framleiðslugetan verður amk 20,000 dráttarvélar, en FENDT hefur tvöfaldað sölu dráttarvéla á örfáum árum. Framleiðsla dráttarvéla sem að meðaltali innihalda 10,000 íhluti krefst skipulagðra verkferla studdum nákvæmum tölvukerfum. þessi samþætting tryggir að allir hlutar vélarinnar berast til samsetningar nákvæmlega á réttum tíma. AGCO/FENDT bauð yfir 3500 gestum til opnunarhátíðar sem einungis verður lýst sem stórfenglegri. Af þessu tilefni var FENDT Vario 500 frumsýnd en við gerum henni nánari skil síðar. Áhugasamir geta þó kíkt á slóðina http://www.fendt.com/int/5967.asp og smellt á myndina fyrir nánari upplýsingar um þessa glæsilegu vél sem spannar 125 – 165 hestöfl. Bygging verksmiðjunnar sjálfrar tók aðeins um 13 mánuði sem er nokkur afrek í ljósi umfangs. Samþætting og uppfærsla á eldri verksmiðju og tækjabúnaði tók nokkra mánuði og fyrstu vélarnar komu af “bandinu” nú í September. Til að setja hlutina í samhengi þá krefst 85,000 fermetra framkvæmd með allt að 18 m háum byggingum, tilfærslu á 80,000 rúmmetrum af jarðvegi, 20,000 rúmmetra af steypu og 850 tonna af stáli auk alls vélbúnarar. Fáið að vita meira og heimsækið http://www.fendt.com/int/default.asp

Hátíðarmóttaka að Bærverskum sið
 
Fjöldi tónlistarmanna skemmti gestum. Hluti nýju verksmiðjunnar í baksýn
 
Mikill mannfjöldi var samankomin í blíðskaparveðri. Skipulag allra viðburða gekk einstaklega snurðulaust.
 
Yfirlitsmynd yfir verksmiðjður Fendt í Marktoberdorf. Nýja húsnæðið fyrir miðju og stórfengleg Alpafjöllin í baksýn.
 
Hluti af bakhliðinni. Myndataka er eðlilega ekki leyfð innan verksmiðjunnar.
 
Fendt 500 frumsýnd.
 
Flottur
 
Flottari
 
Flottastur
 
Og þá meina ég langflottastur