Áramótatilboð Vélfangs og Kuhn komið til bænda

Nú er hið árlega Áramótatilboð Kuhn og Vélfangs komið úr prentun og komið til bænda í pósti. Þetta er tíunda árið í röð sem Vélfang og Kuhn taka höndum saman og óhætt að segja að fjölmargir bændur hafi nýtt sér það í gegnum árin. Um gæði Kuhn vélanna þarf ekki að fjölyrða og á merkið marga fastaviðskiptavini hér á landi sem vilja ekkert annað en Kuhn þegar kemur að hey og jarðvinnutækjum.

Nú þegar hafa fjölmargir pantað Kuhn rúllubindivélar bæði i-BIO og fjölda annarra tækja. Hér fyrir neðan má finna nánari upplýsingar um tilboðið ásamt verðum. Ath. þeir sem ekki hafa fengið eintak í pósti vinsamlega hafið samband og við sendum um hæl eða með tölvupósti.