Áramótatilboð Vélfangs og KUHN komið út

Í þessari vikur er verið að dreifa hinu árlega áramótatilboði Vélfangs og KUHN til allra lögbýla á landinu undir slagorðinu: VERTU KLÁR-VELDU KUHN. Í gegnum árin hafa fjölmargir bændur og verktakar nýtt sér þessu árlegu tilboð enda eftir miklu að slægjast. Helstu kostir tilboðsins eru þessir:

– 15% afsláttur af verðlistaverði ef pantað er fyrir 5. janúar 2013
– Vélin er af árgerð 2013
– Kaupandi staðfestir pöntun sína með undirskrift og bindur því ekki lausafé frá rekstri marga mánuði fram í tímann
– Kaupandi gengur frá greiðslu við afhendingu og getur því skipulagt vélakaup fram í tímann
– Verksmiðjuábyrgð gildir til 2014
– Kaupandi fær þá vél sem honum hentar en ekki vél sem orðið hefur útundan í sölu sumarið 2012

Hér á heimsíðunni má finna nánari upplýsingar um tilboðið og með því að smella hér má sækja það á PDF formi.

Hafið því samband sem fyrst við sölumenn Vélfangs og tryggið ykkur KUHN vél í tæka tíð fyrir sumarið.