Árshátíðarferð starfsfólks til Manchester 21.-25. nóvember – Lokað á meðan í Reykjavík og Akureyri

Starfsfólk Vélfangs leggur land undir fót miðvikudaginn 21. nóvember nk. og munu næstu daga njóta lífsins í Bretlandi eða nánar tiltekið í Manchester. Við ætlum ekki bara að skemmta okkur þótt það sé aðalverkefnið að njóta þess að hafa gaman saman heldur ætlum við líka að kíkja í heimsókn í JCB verksmiðjurnar. Það ríkir mikil spenna að fá að skoða höfustöðvar JCB og sjá hvernig vélarnar verða, til bæði hjá starfsfólki og mökum. Frá fimmtudegi til sunnudags munum við dvelja Manchester, allir að njóta en einhverjir að versla og sumir á fótboltaleik. Fyrirtækið verður þessvegna lokað á meðan að við stingum af. Dagarnir sem um ræðir eru 21-23. nóvember eða miðvikudagur, fimmtudagur og föstudagur. Í algjörum neyðartilvikum á meðan við hinum leikum okkur úti mætti hugsanlega reyna að hringja í s. 840-0821 á miðvikudeginum en 868-7774 á fimmtudeginum. Við þökkum fyrir skilninginn og  vonum að þessi lokun komi ekki illa við viðskiptavini fyrirtækisins. Við mætum svo úthvíld og tvíelfd til vinnu mánudag 26. nóvember nk. Hver veit nema sýnt verði frá fyrstu dögunum á Snapchat „velfangehf“ 🙂

Með kærri kveðju

Starfsfólk Vélfangs