Árshátíðarferð Vélfangs til Munchen

Starfsfólk

Vélfangs leggur land undir fót miðvikudaginn 16. nóvember nk. og munu næstu daga njóta lífsins í Þýskalandi eða nánar tiltekið í Bæjaralandi. Við ætlum ekki bara að skemmta okkur þótt það sé aðalverkefnið að njóta þess að hafa gaman saman heldur ætlum við líka að kíkja í heimsókn í Fendt verksmiðjurnar. Það ríkir mikil spenna að fá að prófa glænýjar Fendt dráttarvélar í verksmiðjunni og þá ekki síður hjá mökum starfsmanna. Frá fimmtudegi til sunnudags munum við teyga að okkur list og menningu þessarar sögufrægu borgar, Munchen sem er höfuðborg Bæjaralands. Starfsemi fyrirtækisins mun því skerðast mikið á meðan en þó mun verða neyðarþjónusta í varahlutaverslun og á verkstæði í Reykjavík en lokað verður á Akureyri.

Dagarnir sem um ræðir eru 16.-18. nóvember eða miðvikudagur, fimmtudagur og föstudagur.

Þórir í s. 8400830 mun sinna varahlutaþjónustunni á meðan við hinum leikum okkur úti. Við þökkum fyrir skilninginn og  vonum að þessi lokun komi ekki illa við viðskiptavini fyrirtækisins. Við mætum svo úthvíld og tvíelfd til vinnu n.k mánudag. Hver veit nema sýnt verði frá fyrstu dögunum á Snapchat „velfangehf

Með
kærri kveðju

Starfsfólk Vélfangs

 

Fendt verksmiðjurnar í Marktoberdorf

Munchen