Allir og þá meinum við ALLIR Kverneland plógar bjóðast nú með stórafslætti í takmarkaðan tíma.
Við höfum ærið tilefni til að fagna. Stækkun Kverneland plógaverksmiðjunnar í Klepp í Noregi. Frábærar viðtökur og ánægja íslenskra bænda með hin byltingarkennda Kverneland 150 S vendiplóg.
Og ekki síst til að þakka fyrir glæsilega þáttöku bænda á plægingarnámskeiðum sem haldin voru fyrr í vor, en þáttakendur í heildina voru yfir 150 manns.
Í samstarfi við Kverneland hafa ákveðnar búnaðarbreytingar verið gerðar að staðalbúnaði á öllum plógum. Helst ber að nefna að allir plógar verða búnir 18 tommu skerum í stað 16 tommu er þýðir að undirrista verður betri þegar plógum er beitt í 18 -20 tommu vinnslubreidd. Í ofanálag skiptum við út hefðbundnum moldverpum fyrir moldverpi númer 28.
Moldverpi 28 sameinar alla kosti hefðbundinna moldverpa, en er lengra og veltir strengnum betur, ásamt því að búa til meiri sporvídd milli óplægs lands og síðasta strengs er gefur breiðum hjólbörðum fullt pláss án þess að naga af landhliðinni. Hvoru tveggja einfaldar vinnu og gefur jafnari og betri plæginu en ella.
Kverneland 150 S plógurinn á sér í raun einfalda sögu. Stór hluti dráttarvéla eru undir 150 hestöflum og Kverneland ákvað að mæta þörfum þessa breiða markaðar með því að sérhanna vendiplóg sem ætlaður er lyftigetu og dráttareiginleikum þessara véla. Því til sönnunar eru 4 skera plógar í notkun hér á landi aftan í 100 hestafla 4 strokka vélum. 150 S fullkomnar samspil léttleika og styrks án nokkurra málamiðlana. En gleymum ekki hefðbundnum plógum. Hvaða bóndi vill ekki fjárfesta í Kverneland AB þrískera plóg með breytilega vinnslubreidd og sjálfvirkum fjaðraútsláætti fyrir rúmalega 1,2 milljónir. 150 S þrepastilltur þrískeri býðst á innan við 2,8 milljónir.
Svona gerum við þetta:
Þú pantar fyrir fyrsta júlí.
Afhending eftir nánara samkomulagi frá 15 september 2015 til 1 mars 2016.
Greiðsla við afhendingu – engin fjárbinding fyrr en við notkun.
Innfalin er samsetning og afhending á næsta afgreiðslustað flutningsaðila í þinni sveit.
Nokkrir plógar hafa þegar verið forseldir á þessum fáheyrðu kjörum.
Þetta lætur engin fram hjá sér fara.