Til þess að mæta fjölþættum þörfum markaðarins bjóðum við marvíslegar útfærslur af sáðvélum. Kuhn Premia fjölsáðvélar sem fást með grasfrækassa sem aukabúnað. Tume Greenmaster 3000 grassáðvélar og Tume KL/HKL fjölsáðvélar, fáanlegar með tvískiptum sáðkassa fyrir fræ og áburð. Að auki má búa KL/HKL vélarnar með áfastri grassáðvél sem er afar eftirsótt útfærsla en Nova Combi Star er mest seld til stórverktaka.
APV loftsáðvélar, ýmist raf- eða vökvaknúnar eru að stíga sín fyrstu skref hér á landi sem sjálfstætt umboð hjá Vélfangi. APV starfar hins vegar með mörgum framleiðendum jarðvinnutækja er selja sín tæki með áfastri loftsáðvél.