Fyrstu GreenLine sláttuvagnarnir afhentir

 

Vélfang
 
Á liðnu ári tók Vélfang viö sölu og þjónusta á GreenLine sláttuvögnum og öðrum vörum frá Parkland í Danmörku. Framleiðslan á sér 60 ára sögu, en á 50 ára afmæli fyrirtækisins var nafninu breytt úr Spragelse Maskinfabrik A/S í Parkland Maskinfabrik.
 
Sláttutætarar og sláttuvangar frá Parkland A/S eiga sér áratuga farsæla sögu hér á landi. GreenLine Combi-trailer, sambyggður sláttutætari með safnkassa hefur áunnið sér traust orðspor hjá starfsmönnum sveitarfélaga og verktökum. Á dögunum tók Akureyrarbær við tveimur nýjum Combi-trailer sláttuvögnum. Jón Birgir Gunnlaugsson, forstöðumaður umhverfismála við framkvæmdamiðstöð bæjarins tók við vögnunum úr höndum Örvars Snæs Haraldsonar, starfsmanns Vélfangs á Akureyri.
 
 
Parkland framleiðir breiða línu af sláttuvögum, viðarkurlurum, sorphirðuvögnum og valsasláttuvélum svo eitthvað sé nefnt. Sjá nánar á www.parkland.dk
 
Um leið og við þökkum Akureyrarbæ fyrir góð viðstkipti minnum við norðlendinga á viðgerðarþjónustu Vélfangs á Akureyri. Örvar Snær Haraldsson í síma 862-4046.
 

Jón Birgir Gunnlaugsson frá Akureyrarbæ og Örvar Snær frá Vélfangi

GreenLine Combi trailers Rúmmál 3,5- 6,3 m3
Sláttubreidd 1,3 – 2,10 m

Lift trailer Junior fyrir smátraktora
1,2 til 1,3 m3 að rúmtaki