Hátíð út í heim 2011


Hotel Best Western í París

Bændaferð Vélfangs til Evrópu 13.-21. febrúar 2011

 
Vélfang ehf. og Icelandair taka nú höndum saman og efna til  “ Hátíðar út í heim 2011”. Stefnan er tekin á eina stærstu landbúnaðarsýningu í heimi, SIMA 2011 í París þar sem að allir geta fundið eitthvað áhugavert við sitt hæfi.
 
Óhætt er að segja að síðustu “hátíðir” sem farnar voru á árunum 1995-2007 hafi staðið undir nafni, allir skemmt sér konunglega og margt skemmtilegt gerst.  En nú ætlum við að halda af stað aftur og eins og áður er markmiðið að blanda saman vinnu, skemmtun og fríi.  Allir eru velkomnir með okkur í þessa ferð en hafa ber í huga að um takmarkað sætaframboð er að ræða en ”fyrstir koma fyrstir fᔠog viljum við hvetja fólk eindregið til að hafa samband sem fyrst.
 
Lagt verður af stað frá Keflavík til Frankfurt 13. febrúar og flogið heim frá París 21. febrúar. Á leiðinni frá Frankfurt til Parísar munum við heimsækja verksmiðjur Fendt, CLAAS og Kuhn.
Innifalið í verði er: Flug, gisting í 8 nætur (þar af 4 nætur í París á Best Western Ronceray Opéra í París), morgunverður allan tímann, fullt fæði í 4 daga, flugvallaskattar og bókunargjald.

Verð á mann í tvíbýli 124.500 kr.
Verð á mann í einbýli 154.900 kr.

Allar upplýsingar um bókanir hjá starfsmönnum Vélfangs í s. 58580-8200 eða með tölvupósti á velfang@velfang.is